„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2025 21:45 Svekkelsið leyndi sér ekki hjá Hákoni Arnari Haraldssyni eftir leikinn gegn Úkraínu. vísir/anton Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum. „Það er langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik. Það voru ótrúlegir hlutir sem gerðust í dag,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. „Ég er ógeðslega svekktur og ótrúlegt hvernig við töpuðum þessum leik, 3-5. Við eigum eftir að horfa á leikinn aftur og sjá hvað fór úrskeiðis en það var mikið af einstaklingsmistökum sem við verðum að koma í veg fyrir. Þeir hittu rammann fullkomlega í dag. Það fór allt upp í sammann. Ég hef ekki lent í öðru eins.“ Eftir að Mikael Egill Ellertsson jafnaði í 1-1 fékk Ísland á sig tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks. Seinna markið var sérstaklega svekkjandi að fá á sig að sögn Hákonar. „Við töpuðum boltanum á miðjunni og þá eigum við bara að brjóta. Það var alveg að koma hálfleikur, staðan 1-2 og mér fannst við vera búnir að vera betri. En svo refsa þeir grimmilega eins og þeir gera allan leikinn. Þetta var geggjað skot fyrir utan og óþarfi að fara inn í hálfleik með 1-3 stöðu,“ sagði Hákon. Íslendingar komu til baka og jöfnuðu í 3-3 með tveimur mörkum Alberts Guðmundssonar. Hákon lagði það fyrra upp með frábærri fyrirgjöf. „Við komum geggjaðir út í seinni hálfleik og skoruðum tvö mörk. Kannski fórum við yfir um í gleðinni, gleymdum að gera hlutina einfalt, ætluðum bara að keyra á þá og skora fjórða markið og vinna leikinn. Við hefðum kannski bara átt að taka því rólega og spila okkar leik,“ sagði Hákon. „Ég er líka ábyrgur. Ég hefði oft getað haldið betur í boltann. Ég reyndi langar sendingar en svona er þetta bara.“ Með sigrinum komst Úkraína upp fyrir Ísland í 2. sæti D-riðils. Liðin eiga eftir að mætast í lokaumferð undankeppninnar. „Þetta hefði getað verið miklu betra en þetta er bara eitt stig og við eigum eftir að spila við þá úti. Svo eigum við Frakkana hérna heima og það verður vonandi fullur völlur. Vonandi getur Aserbaísjan strítt Úkraínu aftur og við tökum stig gegn Frökkum,“ sagði Hákon að lokum. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. 10. október 2025 21:43 „Virkilega galið tap“ „Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. 10. október 2025 21:41 „Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. 10. október 2025 21:24 Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Íslenskir fótboltaáhugamenn höfðu sitthvað að segja um leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Áhugaverð tölfræði var dregin fram og punktar um leikinn. 10. október 2025 21:26 Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. 10. október 2025 20:55 Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. 10. október 2025 20:58 „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir Ísland hafa gert klaufaleg og barnaleg mistök, en fannst 3-5 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. 10. október 2025 20:59 Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. 10. október 2025 20:51 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Það er langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik. Það voru ótrúlegir hlutir sem gerðust í dag,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. „Ég er ógeðslega svekktur og ótrúlegt hvernig við töpuðum þessum leik, 3-5. Við eigum eftir að horfa á leikinn aftur og sjá hvað fór úrskeiðis en það var mikið af einstaklingsmistökum sem við verðum að koma í veg fyrir. Þeir hittu rammann fullkomlega í dag. Það fór allt upp í sammann. Ég hef ekki lent í öðru eins.“ Eftir að Mikael Egill Ellertsson jafnaði í 1-1 fékk Ísland á sig tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks. Seinna markið var sérstaklega svekkjandi að fá á sig að sögn Hákonar. „Við töpuðum boltanum á miðjunni og þá eigum við bara að brjóta. Það var alveg að koma hálfleikur, staðan 1-2 og mér fannst við vera búnir að vera betri. En svo refsa þeir grimmilega eins og þeir gera allan leikinn. Þetta var geggjað skot fyrir utan og óþarfi að fara inn í hálfleik með 1-3 stöðu,“ sagði Hákon. Íslendingar komu til baka og jöfnuðu í 3-3 með tveimur mörkum Alberts Guðmundssonar. Hákon lagði það fyrra upp með frábærri fyrirgjöf. „Við komum geggjaðir út í seinni hálfleik og skoruðum tvö mörk. Kannski fórum við yfir um í gleðinni, gleymdum að gera hlutina einfalt, ætluðum bara að keyra á þá og skora fjórða markið og vinna leikinn. Við hefðum kannski bara átt að taka því rólega og spila okkar leik,“ sagði Hákon. „Ég er líka ábyrgur. Ég hefði oft getað haldið betur í boltann. Ég reyndi langar sendingar en svona er þetta bara.“ Með sigrinum komst Úkraína upp fyrir Ísland í 2. sæti D-riðils. Liðin eiga eftir að mætast í lokaumferð undankeppninnar. „Þetta hefði getað verið miklu betra en þetta er bara eitt stig og við eigum eftir að spila við þá úti. Svo eigum við Frakkana hérna heima og það verður vonandi fullur völlur. Vonandi getur Aserbaísjan strítt Úkraínu aftur og við tökum stig gegn Frökkum,“ sagði Hákon að lokum.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. 10. október 2025 21:43 „Virkilega galið tap“ „Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. 10. október 2025 21:41 „Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. 10. október 2025 21:24 Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Íslenskir fótboltaáhugamenn höfðu sitthvað að segja um leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Áhugaverð tölfræði var dregin fram og punktar um leikinn. 10. október 2025 21:26 Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. 10. október 2025 20:55 Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. 10. október 2025 20:58 „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir Ísland hafa gert klaufaleg og barnaleg mistök, en fannst 3-5 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. 10. október 2025 20:59 Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. 10. október 2025 20:51 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. 10. október 2025 21:43
„Virkilega galið tap“ „Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. 10. október 2025 21:41
„Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. 10. október 2025 21:24
Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Íslenskir fótboltaáhugamenn höfðu sitthvað að segja um leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Áhugaverð tölfræði var dregin fram og punktar um leikinn. 10. október 2025 21:26
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. 10. október 2025 20:55
Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. 10. október 2025 20:58
„Mjög barnalegir og gefum mörk“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir Ísland hafa gert klaufaleg og barnaleg mistök, en fannst 3-5 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. 10. október 2025 20:59
Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. 10. október 2025 20:51