Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Hjörvar Ólafsson skrifar 10. október 2025 20:58 Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/anton Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður [7] Elías Rafn hafði í raun lítið að gera fyrir utan mörkin fimm sem hann fékk á sig í leiknum. Elías Rafn var aðallega partur af uppspili íslenska liðsins, þar var hann var rólegur á boltann og skilaði honum vel frá sér. Ekki hægt að saka Elías Rafn um mörkin þrjú sem íslenska liðið fékk á sig. Raunar bjargaði Elías Rafn einu sinni vel með úthlaupi sínu í upphafi seinni hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [5] Seldi sig illilega í fyrsta marki úkraínska liðsins og var spilaður helst til auðveldlega úr leik þar. Reyndi nokkrum sinnum sendingar inn fyrir vörn úkraínska liðsins án árangurs.Gerði þó vel þegar úkraínska liðið reyndi að sækja á hann. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [5] Sverrir Ingi sofnaði á verðinum í öðru marki Úkraínu en þar fyrir utan var hann ekki sökudólgur að mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. Miðvarðarparið fékk ekki nógu mikla vernd frá djúpum miðjumönnum íslenska liðsins og þar komu mörkin að þessu sinni. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður, [5] Datt klaufalega um miðbik fyrri hálfleiks sem hefði getað farið illa. Daníel Leó átti góða stungusendingu á Albert Guðmundsson þegar Albert fékk gott færi og skaut boltanum í þverslána. Daníel Leó kom var flottur í uppspili Íslands og var líkt og Sverrir Ingi ekki í hringiðunni þegar Úkraína lét mörkunum rigna inn. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum. Mikael Egill gerði frábærlega þegar hann jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Mikael Egill rölti þá framhjá varnarmanni Úkraínu og skoraði með góð skoti í nærhornið. Skömmu síðar mistókst honum að hreinsa boltann frá og var refsað grimmilega fyrir það að öðru marki Úkraínu. Var síógnandi bæði í vinstri bakvarðarstöðunni og eftir að hann fór á hægri kantinn. Mikael Egill Ellertsson fagnar hér markinu sem hann skoraði. Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður [4] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Jón Dagur var lítt áberandi í þessum leik og lét lítið til sín taka í sóknarleiknum. Komst ekkert áleiðs þegar hann reyndi að sækja á vörn úkaínska liðsins. Barðist vel og reyndi að koma sér inn í leikinn en varð bara því miður ágengt í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Ísak Bergmann átti misheppnaða sendingu í aðdraganda þess að Úkraína skoraði þriðja mark leiksins og í kjölfarið sogast hann að boltanum. Það gerir það að verkum að Ruslan Malinovskiy er einn á auðum sjó og nær góðu skoti á markið. Þess fyrir utan var Ísak Bergmann fínn í aðgerðum sínum inni á miðsvæðinu. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [7] Mikið í boltanum og duglegur að dreifa boltanum í þau svæði þar sem herja á úkraínska liðið. Átti frábæra fyrirgjöf á Albert í öðru marki íslenska liðsins. Sendi hárnákvæma sendingu á milli markvarðar og varnar á Albert sem kláraði færið. Reyndi hvað hann gat til þess að drífa íslenska liðð áfram. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Albert var oftar en ekki í boltanum þegar íslenska liðið náði að spila sig í gegnum línúrnar hjá Úkraínu. Þegar samherjar Alberts náðu að finna hann í hálfsvæðinu milli varnar og miðju skapaði hann iðulega stöður og hættu. Albert fékk gott færi í fyrri hálfleiks til þess að skora en skot hans small í slánni. Albert fann svo markaskóna í hálfleik en hann skoraði tvö mörk í þeim seinni Það fyrra með glæsilegum skutluskalla og seinna með föstu og hnirmiðuðu skoti. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Andri Lucas gerði nokkrum sinnum ágætlega í að halda í boltann og batta hann niður á liðsfélaga sína. Komst ekki í mörg færi en var meira í því að skapa fyrir leikmennina í kringum sig. Andri Lucas gerði vel í návígjum og tók til sín og hefði getað fengið víti í einu þeirra eftir fasta leikatriði. Togað hressilega i treyju Andra Lucasar Guðjohnsen eftir hornspyrnu. Sævar Atli Magnússon, framherji [5] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Sævar Atli var lúsiðinni í leiknum og átti nokkur góð pressumóment. Vann boltann nokkrum sinnum og auk þess kom hann í veg fyrir að úkraínska liðið kæmist í hraðar sóknir. Sævar Atli komst vel frá sínu í framlínunni og gerði margt vel. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [7] - kom inná á 69. mínútu leiksins Logi átti flotta innkomu í vinstri bakvörðinn en hann átti sendinguna sem leiddi að öðru marki Alberts í leiknum og þriðja marki Íslands. Átti þar fyrir utan nokkur góð hlaup upp vinstri kantinn og átti fleiri fínar fyrirgjafir sem sköpuðu usla og hefðu getað búið til mörk. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður [5] - kom inná á 69. mínútu leiksins Komst lítið í takt við leikinn og náði ekki að setja mark sitt á hann. Náði ekki að skapa sér stöður og komast í sín uppáhalds svæði með því að draga sig inn á völlinn. Gísli Gottskálk Þórðarson kom inná á 86. mínútu leiksins Mikael Neville Anderson kom inná á 86. mínúru leiksins Brynjólfur Willumsson kom inná á 86. mínútu leiksins Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Elías Rafn Ólafsson, markvörður [7] Elías Rafn hafði í raun lítið að gera fyrir utan mörkin fimm sem hann fékk á sig í leiknum. Elías Rafn var aðallega partur af uppspili íslenska liðsins, þar var hann var rólegur á boltann og skilaði honum vel frá sér. Ekki hægt að saka Elías Rafn um mörkin þrjú sem íslenska liðið fékk á sig. Raunar bjargaði Elías Rafn einu sinni vel með úthlaupi sínu í upphafi seinni hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [5] Seldi sig illilega í fyrsta marki úkraínska liðsins og var spilaður helst til auðveldlega úr leik þar. Reyndi nokkrum sinnum sendingar inn fyrir vörn úkraínska liðsins án árangurs.Gerði þó vel þegar úkraínska liðið reyndi að sækja á hann. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [5] Sverrir Ingi sofnaði á verðinum í öðru marki Úkraínu en þar fyrir utan var hann ekki sökudólgur að mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. Miðvarðarparið fékk ekki nógu mikla vernd frá djúpum miðjumönnum íslenska liðsins og þar komu mörkin að þessu sinni. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður, [5] Datt klaufalega um miðbik fyrri hálfleiks sem hefði getað farið illa. Daníel Leó átti góða stungusendingu á Albert Guðmundsson þegar Albert fékk gott færi og skaut boltanum í þverslána. Daníel Leó kom var flottur í uppspili Íslands og var líkt og Sverrir Ingi ekki í hringiðunni þegar Úkraína lét mörkunum rigna inn. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum. Mikael Egill gerði frábærlega þegar hann jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Mikael Egill rölti þá framhjá varnarmanni Úkraínu og skoraði með góð skoti í nærhornið. Skömmu síðar mistókst honum að hreinsa boltann frá og var refsað grimmilega fyrir það að öðru marki Úkraínu. Var síógnandi bæði í vinstri bakvarðarstöðunni og eftir að hann fór á hægri kantinn. Mikael Egill Ellertsson fagnar hér markinu sem hann skoraði. Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður [4] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Jón Dagur var lítt áberandi í þessum leik og lét lítið til sín taka í sóknarleiknum. Komst ekkert áleiðs þegar hann reyndi að sækja á vörn úkaínska liðsins. Barðist vel og reyndi að koma sér inn í leikinn en varð bara því miður ágengt í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [6] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Ísak Bergmann átti misheppnaða sendingu í aðdraganda þess að Úkraína skoraði þriðja mark leiksins og í kjölfarið sogast hann að boltanum. Það gerir það að verkum að Ruslan Malinovskiy er einn á auðum sjó og nær góðu skoti á markið. Þess fyrir utan var Ísak Bergmann fínn í aðgerðum sínum inni á miðsvæðinu. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [7] Mikið í boltanum og duglegur að dreifa boltanum í þau svæði þar sem herja á úkraínska liðið. Átti frábæra fyrirgjöf á Albert í öðru marki íslenska liðsins. Sendi hárnákvæma sendingu á milli markvarðar og varnar á Albert sem kláraði færið. Reyndi hvað hann gat til þess að drífa íslenska liðð áfram. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Albert var oftar en ekki í boltanum þegar íslenska liðið náði að spila sig í gegnum línúrnar hjá Úkraínu. Þegar samherjar Alberts náðu að finna hann í hálfsvæðinu milli varnar og miðju skapaði hann iðulega stöður og hættu. Albert fékk gott færi í fyrri hálfleiks til þess að skora en skot hans small í slánni. Albert fann svo markaskóna í hálfleik en hann skoraði tvö mörk í þeim seinni Það fyrra með glæsilegum skutluskalla og seinna með föstu og hnirmiðuðu skoti. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] - tekinn af velli á 86. mínútu leiksins Andri Lucas gerði nokkrum sinnum ágætlega í að halda í boltann og batta hann niður á liðsfélaga sína. Komst ekki í mörg færi en var meira í því að skapa fyrir leikmennina í kringum sig. Andri Lucas gerði vel í návígjum og tók til sín og hefði getað fengið víti í einu þeirra eftir fasta leikatriði. Togað hressilega i treyju Andra Lucasar Guðjohnsen eftir hornspyrnu. Sævar Atli Magnússon, framherji [5] - tekinn af velli á 69. mínútu leiksins Sævar Atli var lúsiðinni í leiknum og átti nokkur góð pressumóment. Vann boltann nokkrum sinnum og auk þess kom hann í veg fyrir að úkraínska liðið kæmist í hraðar sóknir. Sævar Atli komst vel frá sínu í framlínunni og gerði margt vel. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [7] - kom inná á 69. mínútu leiksins Logi átti flotta innkomu í vinstri bakvörðinn en hann átti sendinguna sem leiddi að öðru marki Alberts í leiknum og þriðja marki Íslands. Átti þar fyrir utan nokkur góð hlaup upp vinstri kantinn og átti fleiri fínar fyrirgjafir sem sköpuðu usla og hefðu getað búið til mörk. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður [5] - kom inná á 69. mínútu leiksins Komst lítið í takt við leikinn og náði ekki að setja mark sitt á hann. Náði ekki að skapa sér stöður og komast í sín uppáhalds svæði með því að draga sig inn á völlinn. Gísli Gottskálk Þórðarson kom inná á 86. mínútu leiksins Mikael Neville Anderson kom inná á 86. mínúru leiksins Brynjólfur Willumsson kom inná á 86. mínútu leiksins
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira