Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2025 14:21 Þetta áttu að verða fyrstu skipagöng heims. Heimamenn sáu fyrir sér að þau yrðu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Kystverket Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. „Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
„Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“