Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2016 19:30 Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00