Innlent

Skipaður í em­bætti skóla­meistara Fram­halds­skólans í Mosó

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Kristján Arnar Ingason.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Kristján Arnar Ingason. Stjr

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Kristján Arnar Ingason í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ til fimm ára frá 1. desember næstkomandi.

Á vef ráðuneytisins segir að Kristján Arnar hafi starfað sem deildarstjóri í Breiðholtsskóla frá árinu 2024 en áður starfaði hann sem skólastjóri í grunnskólanum á Ísafirði og stýrði Birkimelsskóla. Auk þess hefur hann starfað í Fellaskóla og Réttarholtsskóla.

Kristján hefur lokið M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands og B.Ed. gráðu til kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands.

Alls sóttu sjö um embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×