Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 10:17 José Jeri, forseti þingsins, var sæmdur axlarlindi forseta eftir að Dinu Boluarte var sparkað úr embætti. AP/John Reyes Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið. Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið.
Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39