Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. október 2025 17:39 Austurríkismaðurinn Johannes Pietsch, eða JJ, sigraði Eurovision í fyrra. Hér er hann á blaðamannafundi ásamt Christian Stocker Austurríkiskanslara (t.h.). EPA Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður að óbreyttu haldin í Vín, höfuðborg Austurríkis, næsta vor. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að ríkin taki ekki þátt í keppninni fái Ísraelar að taka þátt. Þá hefur Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, lýst því yfir að Ísrael eigi ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjörutíu milljón evra sekt Á sama tíma hafa Þjóðverjar lýst því yfir að þeir taki ekki þátt, verði Ísraelum meinuð þátttaka. Boðað hefur verið til aukaþings EBU í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels í keppninni. Stefán Jón hefur sagt að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort Ríkisútvarpið greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki. Austurríski miðillinn oe24 hefur eftir heimildarmanni að þar sem atkvæðagreiðslan er leynileg verði niðurstöður hennar Ísraelum líklega í óhag. Christian Stocker Austurríkiskanslari og Alexander Pröll samráðherra hans eru sagðir beita austurríska ríkisútvarpinu þeim þrýstingi að keppnin fari ekki fram í Vín fái Ísraelar ekki að taka þátt. Heimildarmaður úr röðum ÖVP flokksins segir við oe24 að að það sé ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt. Austurríska ríkisútvarpið hefur aftur á móti skrifað undir samning þess efnis að keppnin fari fram í Vín og þegar hafið undirbúning. Ef ákveðið verður að hætta við þurfa austurrísk stjórnvöld að greiða sekt upp á fjörutíu milljónir evra, eða tæplega 5,7 milljarða króna. Hlutdeild ORF í sektinni yrðu samkvæmt umfjöllun oe24 26 milljón evrur. Eurovision 2026 Eurovision Austurríki Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. 9. október 2025 07:40 Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður að óbreyttu haldin í Vín, höfuðborg Austurríkis, næsta vor. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að ríkin taki ekki þátt í keppninni fái Ísraelar að taka þátt. Þá hefur Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, lýst því yfir að Ísrael eigi ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjörutíu milljón evra sekt Á sama tíma hafa Þjóðverjar lýst því yfir að þeir taki ekki þátt, verði Ísraelum meinuð þátttaka. Boðað hefur verið til aukaþings EBU í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels í keppninni. Stefán Jón hefur sagt að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort Ríkisútvarpið greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki. Austurríski miðillinn oe24 hefur eftir heimildarmanni að þar sem atkvæðagreiðslan er leynileg verði niðurstöður hennar Ísraelum líklega í óhag. Christian Stocker Austurríkiskanslari og Alexander Pröll samráðherra hans eru sagðir beita austurríska ríkisútvarpinu þeim þrýstingi að keppnin fari ekki fram í Vín fái Ísraelar ekki að taka þátt. Heimildarmaður úr röðum ÖVP flokksins segir við oe24 að að það sé ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt. Austurríska ríkisútvarpið hefur aftur á móti skrifað undir samning þess efnis að keppnin fari fram í Vín og þegar hafið undirbúning. Ef ákveðið verður að hætta við þurfa austurrísk stjórnvöld að greiða sekt upp á fjörutíu milljónir evra, eða tæplega 5,7 milljarða króna. Hlutdeild ORF í sektinni yrðu samkvæmt umfjöllun oe24 26 milljón evrur.
Eurovision 2026 Eurovision Austurríki Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. 9. október 2025 07:40 Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30
Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. 9. október 2025 07:40
Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53