Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar stofnun nefndarinnar. Vísir/Ívar Fannar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle. Í tilkynningu þess á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að hún fagni því mjög að mannréttindaráðið hafi stigið þetta mikilvæga skref, sem sé vonarneisti fyrir konur og stúlkur Afganistan og skilaboð um að alþjóðasamfélaginu standi ekki á sama um hetjulega baráttu þeirra. „Við höfum beitt okkur fyrir því í mannréttindaráðinu, bæði opinberlega og bakvið tjöldin, að stofnuð verði rannsóknarnefnd svo hægt verði að varpa skýrara ljósi á þau svívirðilegu mannréttindabrot sem birtast sem kerfisbundin kynbundin kúgun gagnvart konum og stúlkum í Afganistan.“ Eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára Í tilkynningunni segir að frá valdatöku talibana árið 2021 hafi mannréttindaráðið samþykkt árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Afganistan þar sem umboð sérlegs skýrslugjafa um málefni Afganistan er endurnýjað. Sérlegur skýrslugjafi ráðsins um málefni Afganistan hafi sagt aðgerðir talibana jafnast á við ofsóknir á grundvelli kynferðis. Afganistan sé eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára aldur. Þá séu konur og stúlkur útilokaðar frá opinberu lífi og bannað að sinna ýmsum störfum, þar á meðal í heilbrigðisþjónustu og réttarkerfinu. Afganskar konur hafi sjálfar lýst aðstæðum sínum sem kynbundinni aðskilnaðarstefnu. Afganir, frjáls félagasamtök og mannréttindaverðir hafi ítrekað kallað eftir aukinni ábyrgðarskyldu í formi óháðrar rannsóknarnefndar með vítt umboð. Íslendingar tóku virkan þátt Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um ályktunina í yfirstandandi haustlotu mannréttindaráðsins. Þá hafi Ísland ásamt fleiri ríkjum stutt við hliðarviðburð með afgönsku baráttufólki fyrir mannréttindum. Ísland hafi verið kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027. Mannréttindaráðið fundi að jafnaði í þremur reglubundnum fundalotum á ári, sem standi yfir í nokkrar vikur í senn. Ísland í mannréttindaráði SÞ Afganistan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Í tilkynningu þess á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að hún fagni því mjög að mannréttindaráðið hafi stigið þetta mikilvæga skref, sem sé vonarneisti fyrir konur og stúlkur Afganistan og skilaboð um að alþjóðasamfélaginu standi ekki á sama um hetjulega baráttu þeirra. „Við höfum beitt okkur fyrir því í mannréttindaráðinu, bæði opinberlega og bakvið tjöldin, að stofnuð verði rannsóknarnefnd svo hægt verði að varpa skýrara ljósi á þau svívirðilegu mannréttindabrot sem birtast sem kerfisbundin kynbundin kúgun gagnvart konum og stúlkum í Afganistan.“ Eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára Í tilkynningunni segir að frá valdatöku talibana árið 2021 hafi mannréttindaráðið samþykkt árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Afganistan þar sem umboð sérlegs skýrslugjafa um málefni Afganistan er endurnýjað. Sérlegur skýrslugjafi ráðsins um málefni Afganistan hafi sagt aðgerðir talibana jafnast á við ofsóknir á grundvelli kynferðis. Afganistan sé eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára aldur. Þá séu konur og stúlkur útilokaðar frá opinberu lífi og bannað að sinna ýmsum störfum, þar á meðal í heilbrigðisþjónustu og réttarkerfinu. Afganskar konur hafi sjálfar lýst aðstæðum sínum sem kynbundinni aðskilnaðarstefnu. Afganir, frjáls félagasamtök og mannréttindaverðir hafi ítrekað kallað eftir aukinni ábyrgðarskyldu í formi óháðrar rannsóknarnefndar með vítt umboð. Íslendingar tóku virkan þátt Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um ályktunina í yfirstandandi haustlotu mannréttindaráðsins. Þá hafi Ísland ásamt fleiri ríkjum stutt við hliðarviðburð með afgönsku baráttufólki fyrir mannréttindum. Ísland hafi verið kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027. Mannréttindaráðið fundi að jafnaði í þremur reglubundnum fundalotum á ári, sem standi yfir í nokkrar vikur í senn.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Afganistan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila