„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 18:33 Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eru ósáttir við brottflutninginn en þingflokksformaðurinn segir málið ekki á dagskrá þingflokksins. Samsett Mynd Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum
Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira