Símafrí en ekki símabann Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 12:29 Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. Á föstudag birti Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, frumvarp í samráðsgátt um breytingu á lögum er varða síma- og snjalltækjanotkun í grunnskólum. Með frumvarpinu fær ráðherra skýra heimild til að setja reglugerð um notkun tækjanna í skóla- og frístundastarfi. Ráðherra segist þó ekki ætla að leggja á allsherjarsímabann. „Markmiðið er að koma á símafríi í skólum. Sjá til þess að símar séu ekki að trufla skólastarf barnanna okkar,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er komið símabann, símafrí eða hvað við getum kallað það hjá 75 prósent skóla á höfuðborgarsvæðinu og fimmtíu prósent á landsbyggðinni. Við ætlum að samræma það. Við höfum heyrt kröfur frá börnunum um að þau vilji samræma þetta milli skóla.“ Guðmundur segist vera að smíða reglugerð sem verði gerð í samráði við skólana og börnin. Kennsla verði að nýta sér nútímatækni. Þú hefur áður talað fyrir símabanni, sérðu fram á að þetta verði þannig? „Nei, því þá þurfum við að fara að gera allskonar undantekningar. Það eru sum börn með fötlun eða glíma við veikindi og þurfa að vera með símann hjá sér. Við getum ekki stoppað það. Við ætlum að setja þannig reglur um þetta, að það viti allir hverjir mega, hvað má og hvað má ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Grunnskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Á föstudag birti Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, frumvarp í samráðsgátt um breytingu á lögum er varða síma- og snjalltækjanotkun í grunnskólum. Með frumvarpinu fær ráðherra skýra heimild til að setja reglugerð um notkun tækjanna í skóla- og frístundastarfi. Ráðherra segist þó ekki ætla að leggja á allsherjarsímabann. „Markmiðið er að koma á símafríi í skólum. Sjá til þess að símar séu ekki að trufla skólastarf barnanna okkar,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er komið símabann, símafrí eða hvað við getum kallað það hjá 75 prósent skóla á höfuðborgarsvæðinu og fimmtíu prósent á landsbyggðinni. Við ætlum að samræma það. Við höfum heyrt kröfur frá börnunum um að þau vilji samræma þetta milli skóla.“ Guðmundur segist vera að smíða reglugerð sem verði gerð í samráði við skólana og börnin. Kennsla verði að nýta sér nútímatækni. Þú hefur áður talað fyrir símabanni, sérðu fram á að þetta verði þannig? „Nei, því þá þurfum við að fara að gera allskonar undantekningar. Það eru sum börn með fötlun eða glíma við veikindi og þurfa að vera með símann hjá sér. Við getum ekki stoppað það. Við ætlum að setja þannig reglur um þetta, að það viti allir hverjir mega, hvað má og hvað má ekki,“ segir Guðmundur Ingi.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent