Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Hörður Unnsteinsson skrifar 1. október 2025 17:16 Thelma Karen Pálmadóttir skoraði tvö mörk fyrir FH. FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið. FH er nú jafnt Þrótti að stigum í öðru sæti deildarinnar en með töluvert betri markatölu. Liðin mætast innbyrðis í næstu umferð og eiga svo tvo leiki eftir óspilaða í baráttunni um Evrópusætið. Stjarnan er í sjötta sætinu og spilar upp á stoltið í efri hlutanum. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 2. mínútu leiksins. Birna Jóhannsdóttir átti skot að marki vel fyrir utan teig sem Macy Elisabeth í markinu missti frá sér beint fyrir fætur Úlfu Dísar sem átti ekki vandræðum með að koma honum í markið. 1-0 fyrir Stjörnunni eftir tveggja mínútna leik. FH liðið lét þetta ekki slá sig út af laginu og tóku öll völd á vellinum eftir markið. Thelmurnar tvær á vængjum FH liðsins voru sífelld ógn, Thelma Lóa Hermannsdóttir jafnaði metin strax á 11. mínútu þegar hún vann boltann af varnarlínu Stjörnunnar með góðri pressu og kláraði færið með föstu skoti fram hjá Bridgette Skiba í markinu. Stuttu síðar bætti nafna hennar á hinum vængnum við öðru marki fyrir FH liðið. Thelma Karen Pálmadóttir fékk þá háa sendingu inn fyrir vörnina og tók fast skot sem Bridgette varði í markinu, Thelma tók frákastið og renndi boltanum af yfirvegun innanfótar í fjærhornið. Frábært svar hjá FH liðinu. Thelma Lóa gaf Stjörnuliðinu hins vegar vítaspyrnu á 30. mínútu leiksins þegar hún tók niður Betsy Doon Hassett bakvörð Stjörnuliðsins inn á teignum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir steig á vítapunktinn en Macy Elisabeth bætti fyrir mistökin fyrr í leiknum og varði vítið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu Stjörnukonur hins vegar metin, þá átti Ingibjörg Lucia Bergsdóttir fast skot að marki FH liðsins eftir hornspyrnu. Boltinn skall í þverslánni og skaust aftur út í teiginn þar sem Birna Jóhannsdóttir lúrði og skallaði boltann fram hjá hjálparlausri Macy Elisabeth í markinu. Staðan 2-2 í hálfleik. Thelma Karen Pálmadóttir bætti við öðru marki sínu og þriðja marki FH í upphafi síðari hálfleiks. Hún komst þá inn í slaka sendingu í öftustu línu heimakvenna og setti boltann þéttingsfast á nærstöngina, óverjandi fyrir Bridgette í markinu. Stjörnuliðið virkaði fremur bensínlaust eftir markið og þrátt fyrir nokkur hálffæri þá tókst þeim ekki að skapa teljandi hættu upp við mark FH liðsins. Besta færi þeirra í síðari hálfleiknum kom þegar Úlfa Dís átti sprett upp hægri vænginn, lék fram hjá Thelmu Lóu inn á teiginn en Macy Elisabeth sá við henni og varði í horn. Upp úr þeirri hornspyrnu brutust FH konur í skyndisókn þar sem Berglind Freyja Hlynsdóttir gerði út um leikinn með góðu skoti í fjærhornið. Frábært einstaklingsmark hjá Berglindi. Í uppbótartíma minnkuðu svo Stjörnukonur metin úr hornspyrnu en nær komust þær ekki. Lokatölur 3-4 FH konum í vil í stórskemmtilegum leik. Atvikið Annað mark Thelmu Karenar og þriðja mark FH í byrjun síðari hálfleiks er klárlega atvik leiksins. Dugnaður í pressunni, áræðni í sprettinum í gegnum vörnina og gæði í afgreiðslunni á nærstöngina.Stjörnur og skúrkarTíttnefnd Thelma Karen stal senunni að þessu sinni, eins og svo oft í sumar. 9 mörk í deild og bikar hjá þessari 17 ára stelpu, og gomma af stoðsendingum. Það getur ekki verið langt þangað til hún fer út í atvinnumennsku.Macy Elisabeth í marki FH liðsins breyttist úr skúrk í stjörnu á meðan leik stóð. Gerði sig seka um klaufaleg mistök strax á annarri mínútu leiksins, en varði svo vítaspyrnu frá Gyðu Kristínu og dauðafæri frá Úlfu Dís áður en hálfleikurinn var liðinn. Má una vel við sitt.Dómarar Stefán Ragnar og hans teymi komust mjög vel frá sínu. Temmilega kurteis leikur og Stefán negldi mikilvægustu ákvörðun sína í leiknum þegar hann gaf Stjörnunni vítaspyrnu á 29. mínútu.Stemmingin og umgjörð Tæpir 180 áhorfendur í Garðabænum í kvöld og þeir létu vel í sér heyra. Ungar Stjörnustelpur kyrjuðu söngva nánast linnulaust allan leikinn og hvöttu sínar stelpur með dáðum.Það er greinilegt að Stjörnufólk er að leggja metnað sinn í að halda standard á umgjörð leikjanna. Virkilega vel gert. Besta deild kvenna Stjarnan FH
FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið. FH er nú jafnt Þrótti að stigum í öðru sæti deildarinnar en með töluvert betri markatölu. Liðin mætast innbyrðis í næstu umferð og eiga svo tvo leiki eftir óspilaða í baráttunni um Evrópusætið. Stjarnan er í sjötta sætinu og spilar upp á stoltið í efri hlutanum. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 2. mínútu leiksins. Birna Jóhannsdóttir átti skot að marki vel fyrir utan teig sem Macy Elisabeth í markinu missti frá sér beint fyrir fætur Úlfu Dísar sem átti ekki vandræðum með að koma honum í markið. 1-0 fyrir Stjörnunni eftir tveggja mínútna leik. FH liðið lét þetta ekki slá sig út af laginu og tóku öll völd á vellinum eftir markið. Thelmurnar tvær á vængjum FH liðsins voru sífelld ógn, Thelma Lóa Hermannsdóttir jafnaði metin strax á 11. mínútu þegar hún vann boltann af varnarlínu Stjörnunnar með góðri pressu og kláraði færið með föstu skoti fram hjá Bridgette Skiba í markinu. Stuttu síðar bætti nafna hennar á hinum vængnum við öðru marki fyrir FH liðið. Thelma Karen Pálmadóttir fékk þá háa sendingu inn fyrir vörnina og tók fast skot sem Bridgette varði í markinu, Thelma tók frákastið og renndi boltanum af yfirvegun innanfótar í fjærhornið. Frábært svar hjá FH liðinu. Thelma Lóa gaf Stjörnuliðinu hins vegar vítaspyrnu á 30. mínútu leiksins þegar hún tók niður Betsy Doon Hassett bakvörð Stjörnuliðsins inn á teignum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir steig á vítapunktinn en Macy Elisabeth bætti fyrir mistökin fyrr í leiknum og varði vítið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu Stjörnukonur hins vegar metin, þá átti Ingibjörg Lucia Bergsdóttir fast skot að marki FH liðsins eftir hornspyrnu. Boltinn skall í þverslánni og skaust aftur út í teiginn þar sem Birna Jóhannsdóttir lúrði og skallaði boltann fram hjá hjálparlausri Macy Elisabeth í markinu. Staðan 2-2 í hálfleik. Thelma Karen Pálmadóttir bætti við öðru marki sínu og þriðja marki FH í upphafi síðari hálfleiks. Hún komst þá inn í slaka sendingu í öftustu línu heimakvenna og setti boltann þéttingsfast á nærstöngina, óverjandi fyrir Bridgette í markinu. Stjörnuliðið virkaði fremur bensínlaust eftir markið og þrátt fyrir nokkur hálffæri þá tókst þeim ekki að skapa teljandi hættu upp við mark FH liðsins. Besta færi þeirra í síðari hálfleiknum kom þegar Úlfa Dís átti sprett upp hægri vænginn, lék fram hjá Thelmu Lóu inn á teiginn en Macy Elisabeth sá við henni og varði í horn. Upp úr þeirri hornspyrnu brutust FH konur í skyndisókn þar sem Berglind Freyja Hlynsdóttir gerði út um leikinn með góðu skoti í fjærhornið. Frábært einstaklingsmark hjá Berglindi. Í uppbótartíma minnkuðu svo Stjörnukonur metin úr hornspyrnu en nær komust þær ekki. Lokatölur 3-4 FH konum í vil í stórskemmtilegum leik. Atvikið Annað mark Thelmu Karenar og þriðja mark FH í byrjun síðari hálfleiks er klárlega atvik leiksins. Dugnaður í pressunni, áræðni í sprettinum í gegnum vörnina og gæði í afgreiðslunni á nærstöngina.Stjörnur og skúrkarTíttnefnd Thelma Karen stal senunni að þessu sinni, eins og svo oft í sumar. 9 mörk í deild og bikar hjá þessari 17 ára stelpu, og gomma af stoðsendingum. Það getur ekki verið langt þangað til hún fer út í atvinnumennsku.Macy Elisabeth í marki FH liðsins breyttist úr skúrk í stjörnu á meðan leik stóð. Gerði sig seka um klaufaleg mistök strax á annarri mínútu leiksins, en varði svo vítaspyrnu frá Gyðu Kristínu og dauðafæri frá Úlfu Dís áður en hálfleikurinn var liðinn. Má una vel við sitt.Dómarar Stefán Ragnar og hans teymi komust mjög vel frá sínu. Temmilega kurteis leikur og Stefán negldi mikilvægustu ákvörðun sína í leiknum þegar hann gaf Stjörnunni vítaspyrnu á 29. mínútu.Stemmingin og umgjörð Tæpir 180 áhorfendur í Garðabænum í kvöld og þeir létu vel í sér heyra. Ungar Stjörnustelpur kyrjuðu söngva nánast linnulaust allan leikinn og hvöttu sínar stelpur með dáðum.Það er greinilegt að Stjörnufólk er að leggja metnað sinn í að halda standard á umgjörð leikjanna. Virkilega vel gert.