Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2025 21:32 Sölvi Geir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings sem situr á toppi Bestu deildar karla í fótbolta, talaði í fyrirsögnum eftir að Valdimar Þór Ingimundarson tryggði 3-2 sigur í Garðabæ. Sigur sem fór langleiðina með að tryggja það að Íslandsmeistaratitilinn fari í Víkina þegar mótinu lýkur. Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira