Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 08:48 Elon Musk segir fyrirlitlegt að bendla hann við Jeffrey Epstein eftir að nýopinberaðar blaðsíður úr dagbók barnaníðingsins látna innihéldu nafn Musks. EPA/ALI HAIDER Elon Musk, einn auðugasti maður heims, segist hafa hafnað boði um að fara á einkaeyju barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auðjöfurinn hefur lýst yfir fordæmingu á þeim sem bendla hann við Epstein eftir að ný skjöl úr dánarbúi Epsteins voru opinberuð. Musk hefur lengi kallað eftir því að „Epstein skjölin“ svokölluðu verði opinberuð. Í færslu á X, hans eigin samfélagsmiðli, í gærkvöldi deildi Musk færslu frá Sky News, þar sem hann og Andrés Bretaprins voru nefndir í tengslum við nýopinberuð skjöl úr dánarbúi Epsteins. Musk lýsti yfir reiði sinni í garð Sky fyrir að nefna hann í færslunni og sérstaklega það að hann hafi verið nefndur á undan Andrési, sem var vinur Epsteins og heimsótti einkaeyju hans oft. Epstein var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjum en eins og frægt er braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna gegnum árin. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Skjölin sem voru opinberuð voru á dögunum af Demókrötum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, innihalda meðal annars blaðsíður úr dagbókum Epsteins. Á eina þeirra, um 6. desember 2014, hefur verið skrifað: „Elon Musk til eyjunnar 6. des (Stendur þetta enn til?)“ Aðrir sem eru nefndir í skjölunum eru Steve Bannon, Andrés Bretaprins og Peter Thiel. Hefur kallað eftir opinberun Epstein skjalanna Musk hefur lengi kallað eftir því að Trump opinberi „Epstein skjölin“ svokölluðu og haldið því fram að nafn Trumps væri í þeim. Hann hefur meðal annars gefið í skyn að fólk geti ekki treyst Trump fyrst hann neiti að opinbera skjölin. Musk sagði fyrst á X í gær að fregnirnar um mögulega ferð hans til einkaeyju Epsteins væru rangar en sagði ekkert meira en það um nokkuð skeið, þar til í gærkvöldi. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Elon Musk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Musk hefur lengi kallað eftir því að „Epstein skjölin“ svokölluðu verði opinberuð. Í færslu á X, hans eigin samfélagsmiðli, í gærkvöldi deildi Musk færslu frá Sky News, þar sem hann og Andrés Bretaprins voru nefndir í tengslum við nýopinberuð skjöl úr dánarbúi Epsteins. Musk lýsti yfir reiði sinni í garð Sky fyrir að nefna hann í færslunni og sérstaklega það að hann hafi verið nefndur á undan Andrési, sem var vinur Epsteins og heimsótti einkaeyju hans oft. Epstein var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjum en eins og frægt er braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna gegnum árin. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Skjölin sem voru opinberuð voru á dögunum af Demókrötum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, innihalda meðal annars blaðsíður úr dagbókum Epsteins. Á eina þeirra, um 6. desember 2014, hefur verið skrifað: „Elon Musk til eyjunnar 6. des (Stendur þetta enn til?)“ Aðrir sem eru nefndir í skjölunum eru Steve Bannon, Andrés Bretaprins og Peter Thiel. Hefur kallað eftir opinberun Epstein skjalanna Musk hefur lengi kallað eftir því að Trump opinberi „Epstein skjölin“ svokölluðu og haldið því fram að nafn Trumps væri í þeim. Hann hefur meðal annars gefið í skyn að fólk geti ekki treyst Trump fyrst hann neiti að opinbera skjölin. Musk sagði fyrst á X í gær að fregnirnar um mögulega ferð hans til einkaeyju Epsteins væru rangar en sagði ekkert meira en það um nokkuð skeið, þar til í gærkvöldi. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Elon Musk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira