Fyrsta stig Úlfanna í hús Siggeir Ævarsson skrifar 27. september 2025 18:30 Leikmenn Wolves fagna marki Santiago Bueno í kvöld EPA/DANIEL HAMBURY Wolves er ekki lengur eina lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er stigalaust en liðið sótti 1-1 jafntefli í kvöld þegar Úlfarnir sóttu Tottenham heim. Leikurinn var fremur bragðdaufur framan af en Santiago Bueno kom gestunum yfir á 54. mínútu. Úlfarnir virtust vera að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu en á 95. mínútu skoraði João Palhinha með snyrtilegri innanfótarafgreiðslu eftir undirbúning frá Pape Matar Sarr. Jafntefli niðurstaðan og Úlfarnir loksins byrjaðir að safna stigum þó þeir sitji vissulega ennþá á botni deildarinnar. Tottenham er í þriðja sæti með ellefu stig eftir tvö jafntefli í röð. Enski boltinn
Wolves er ekki lengur eina lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er stigalaust en liðið sótti 1-1 jafntefli í kvöld þegar Úlfarnir sóttu Tottenham heim. Leikurinn var fremur bragðdaufur framan af en Santiago Bueno kom gestunum yfir á 54. mínútu. Úlfarnir virtust vera að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu en á 95. mínútu skoraði João Palhinha með snyrtilegri innanfótarafgreiðslu eftir undirbúning frá Pape Matar Sarr. Jafntefli niðurstaðan og Úlfarnir loksins byrjaðir að safna stigum þó þeir sitji vissulega ennþá á botni deildarinnar. Tottenham er í þriðja sæti með ellefu stig eftir tvö jafntefli í röð.
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn