Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2025 21:21 Þórður Bjarni Guðjónsson er ræðismaður Íslands á Grænlandi. Egill Aðalsteinsson Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er orðinn opinber fánadagur á Grænlandi, samkvæmt nýjum fánalögum sem tóku gildi í síðasta mánuði. Ræðismaður Íslands í Nuuk segir þetta kannski sýna í verki þann hlýhug sem Grænlendingar bera til Íslendinga. Í fréttum Sýnar förum við til Grænlands. Í elsta hluta Nuuk, rétt ofan við Nýlenduhöfnina, sjáum við hús með skjaldarmerki Íslands. Þar er ræðismannsskrifstofa Íslands á Grænlandi. Þar færir Þórður Bjarni Guðjónsson ræðismaður okkur ánægjuleg tíðindi af breyttum fánalögum Grænlendinga sem tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn. Ræðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Og kannski sýnir í verki þann hlýhug sem þeir bera til okkar. Það voru samþykkt ný lög um flaggdaga hér á Grænlandi og þar er Ísland komið á lista,“ segir ræðismaður Íslands. „Þar verður vonandi flaggað þá í framtíðinni þann sautjánda júní, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, okkur til heiðurs.“ Og ekki bara grænlenska fánanum heldur er sérstaklega kveðið á um að flagga megi íslenska fánanum, eins og heyra má um hér í frétt Sýnar: Grænlendingar heiðruðu Færeyinga og Inúíta í Kanada með sama hætti með því að gera þjóðhátíðardaga Færeyja og Nunavut einnig að fánadögum. Í staðinn ákvað grænlenska þingið að hætta að flagga fyrir trúboðanum Hans Egede sem átti stóran þátt í að Grænland varð að danskri nýlendu. Rúmt ár er frá því Þórður Bjarni tók við sem ræðismaður. En hvernig upplifir hann sjálfur að búa á Grænlandi? „Mér finnst þetta bara stórkostlegt ævintýri. Þetta er náttúrlega allt öðruvísi heldur en heima.“ Dagur trúboðans Hans Egede hefur verið felldur niður sem opinber fánadagur á Grænlandi.Egill Aðalsteinsson Einn stærsta muninn á samfélögunum segir ræðismaðurinn felast í mikilli bátaeign Grænlendinga enda sé landið án vegtenginga milli byggða. „Þegar fólk ætlar að upplifa frelsið sem við fáum þegar við setjumst upp í bílinn og keyrum út á land þá fer fólkið í sína báta og siglir hérna um firðina. Það er það frelsi sem það upplifir. Svoleiðis að það má segja að bátar eru svona ígildi bíla á Íslandi.“ Jafnframt séu flugsamgöngur Grænlendingum mikilvægar og þar skipti hlutur Íslendinga máli. Frá Nuuk. Flaggað verður fyrir Íslendingum á 17. júní ár hvert, samkvæmt nýjum fánalögum Grænlands.Egill Aðalsteinsson „Og maður heyrir það þegar maður talar við fólk hérna að hlutur Íslands í flugsögunni hérna á Grænlandi er heilmikill. Við höfum komið þar víða við og sérstaklega og ekki hvað síst á austurströndinni.“ -Eru Íslendingar vel liðnir hérna? „Almennt held ég að það verði að segja að við séum það. Og ég vona það í það minnsta. Ég heyri ekki annað. Allavega er ekki annað sagt við mig,“ svarar ræðismaðurinn Þórður Bjarni Guðjónsson. Þórður Bjarni í viðtali við fréttamann Sýnar framan við ræðismannsskrifstofuna og íslenska fánann.Egill Aðalsteinsson Tengd skjöl Fánadagar_á_GrænlandiPDF93KBSækja skjal 17. júní Grænland Íslenski fáninn Tengdar fréttir Skapari grænlenska fánans fallinn frá Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985. 27. júní 2022 14:07 Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. 17. maí 2022 17:41 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Í fréttum Sýnar förum við til Grænlands. Í elsta hluta Nuuk, rétt ofan við Nýlenduhöfnina, sjáum við hús með skjaldarmerki Íslands. Þar er ræðismannsskrifstofa Íslands á Grænlandi. Þar færir Þórður Bjarni Guðjónsson ræðismaður okkur ánægjuleg tíðindi af breyttum fánalögum Grænlendinga sem tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn. Ræðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Og kannski sýnir í verki þann hlýhug sem þeir bera til okkar. Það voru samþykkt ný lög um flaggdaga hér á Grænlandi og þar er Ísland komið á lista,“ segir ræðismaður Íslands. „Þar verður vonandi flaggað þá í framtíðinni þann sautjánda júní, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, okkur til heiðurs.“ Og ekki bara grænlenska fánanum heldur er sérstaklega kveðið á um að flagga megi íslenska fánanum, eins og heyra má um hér í frétt Sýnar: Grænlendingar heiðruðu Færeyinga og Inúíta í Kanada með sama hætti með því að gera þjóðhátíðardaga Færeyja og Nunavut einnig að fánadögum. Í staðinn ákvað grænlenska þingið að hætta að flagga fyrir trúboðanum Hans Egede sem átti stóran þátt í að Grænland varð að danskri nýlendu. Rúmt ár er frá því Þórður Bjarni tók við sem ræðismaður. En hvernig upplifir hann sjálfur að búa á Grænlandi? „Mér finnst þetta bara stórkostlegt ævintýri. Þetta er náttúrlega allt öðruvísi heldur en heima.“ Dagur trúboðans Hans Egede hefur verið felldur niður sem opinber fánadagur á Grænlandi.Egill Aðalsteinsson Einn stærsta muninn á samfélögunum segir ræðismaðurinn felast í mikilli bátaeign Grænlendinga enda sé landið án vegtenginga milli byggða. „Þegar fólk ætlar að upplifa frelsið sem við fáum þegar við setjumst upp í bílinn og keyrum út á land þá fer fólkið í sína báta og siglir hérna um firðina. Það er það frelsi sem það upplifir. Svoleiðis að það má segja að bátar eru svona ígildi bíla á Íslandi.“ Jafnframt séu flugsamgöngur Grænlendingum mikilvægar og þar skipti hlutur Íslendinga máli. Frá Nuuk. Flaggað verður fyrir Íslendingum á 17. júní ár hvert, samkvæmt nýjum fánalögum Grænlands.Egill Aðalsteinsson „Og maður heyrir það þegar maður talar við fólk hérna að hlutur Íslands í flugsögunni hérna á Grænlandi er heilmikill. Við höfum komið þar víða við og sérstaklega og ekki hvað síst á austurströndinni.“ -Eru Íslendingar vel liðnir hérna? „Almennt held ég að það verði að segja að við séum það. Og ég vona það í það minnsta. Ég heyri ekki annað. Allavega er ekki annað sagt við mig,“ svarar ræðismaðurinn Þórður Bjarni Guðjónsson. Þórður Bjarni í viðtali við fréttamann Sýnar framan við ræðismannsskrifstofuna og íslenska fánann.Egill Aðalsteinsson Tengd skjöl Fánadagar_á_GrænlandiPDF93KBSækja skjal
17. júní Grænland Íslenski fáninn Tengdar fréttir Skapari grænlenska fánans fallinn frá Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985. 27. júní 2022 14:07 Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. 17. maí 2022 17:41 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Skapari grænlenska fánans fallinn frá Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985. 27. júní 2022 14:07
Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. 17. maí 2022 17:41
Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent