Kastrup lokað vegna drónaflugs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 19:57 Mynd er úr safni. Arroyo Moreno/Getty Images Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin verður uppfærð. Danmörk Fréttir af flugi Noregur Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin verður uppfærð.
Danmörk Fréttir af flugi Noregur Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira