Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 06:00 Íbúar í fjölbýlishúsinu að Fossvegi hafa áhyggjur af endurteknum eldsvoðum. Vísir/Vilhelm Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. „Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða. Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
„Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða.
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira