„Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2025 12:03 Viktir Jónsson er klár í slaginn fyrir leik kvöldsins. Vísir/Diego „Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland.
ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira