Innlent

Fjár­lög 2026: Ríkis­stjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár

Árni Sæberg og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni.

Þing verður sett á morgun og stefnuræða forsætisráðherra verður flutt á miðvikudag og umræðum um hana fara fram sama dag. Á fimmtudag hefst svo fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Fylgst verður með nýjustu tíðindunum í vakt að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×