Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 09:06 Írski handritshöfundurinn Graham Linehan í bol sem á stendur „Trans konur eru ekki konur“. Hann hefur sjálfur sagt að þessar skoðanir hans hafi heltekið líf hans, kostað hann verkefni og bundið enda á hjónaband hans. AP/Lucy North/PA Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda. Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda.
Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira