Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 10:01 Skjáskot úr mynbandi á hraðbát sem mun hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna. Southcom Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira