Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 10:01 Skjáskot úr mynbandi á hraðbát sem mun hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna. Southcom Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira