Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:45 Palestínumenn söfnuðust saman fyrir utan Al-Aqsa-sjúkrahúsið í Deir al-Balah á Gasaströndinni í dag til að biðja yfir líkum þeirra sem létust í árás Ísraelshers. AP/Abdel Kareem Hana Minnst 31 hefur fallið í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag á sama tíma og herinn heldur áfram stórsókn sinni í Gasaborg. Samtök sérfræðinga í þjóðarmorði gáfu út í dag að hernaður Ísrael falli undir slíka skilgreiningu. Loftárásir og fallbyssuárásir hafa ómað um Gasaborg, stærstu borg svæðisins, eftir að Ísrael skilgreindi borgina sem átakasvæði í síðustu viku. Í útjöðrum borgarinnar og Jabaliya-flóttamannabúðunum lýsir fólk því að hafa séð vélmenni hlaðin sprengiefni brjóta niður byggingar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og að Ísrael hafi hindrað matvælaflutninga til norðurhluta Gasa enn frekar í kjölfar nýjustu sóknar sinnar í borginni. „Önnur miskunnarlaus nótt í Gasaborg,“ sagði Saeed Abu Elaish, læknir fæddur í Jabaliya-borg sem leitar nú skjóls í norðvesturhluta borgarinnar. Al Jazeera hefur eftir Ismail al-Thawabta, forstöðumanni fjölmiðlaskrifstofu stjórnvalda á Gasa, að ísraelski herinn noti „sprengivélmenni“ í íbúðahverfum og ýti þannig undir nauðungarflutninga Palestínumanna í Gasaborg. Áframhaldandi hungursneið og átök Sjúkrahús á Gasa segja minnst 31 hafa verið drepinn í skothríð Ísraelsmanna í dag, mánudag, og meira en helmingur þeirra séu konur og börn. Minnst þrettán hafi legið í valnum innan borgarmarkanna. Íbúar Gasaborgar sem hafa margir ítrekað flúið heimili sín vegna stríðsátaka og standa einnig frammi fyrir hungri. Sérfræðingar segja Gasaborg glíma við hungurneyð sem sé knúin áfram af átökum á svæðinu, umsátri Ísrael sem hefur hindrað matvælaflutninga, endurteknum fjöldaflutningum fólks og hruni matvælaframleiðslu. Samtals hafa 63.557 Palestínumenn fallið í átökunum sem hófust eftir innrás Hamas í Ísrael í október 2023, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem segir að 160.660 manns hafi særst í heildina. Konur og börn eru talin um helmingur hinna látnu. Ísraelsk stjórnvöld gefa lítið fyrir þessar tölur en stofnanir Sameinuðu þjóðanna og sjálfstæðir sérfræðingar hafa sagt tölur ráðuneytisins þær áreiðanlegustu sem í boði eru. Fræðimenn segja þjóðarmorð eiga sér stað á Gasa Stærsta fagfélag fræðimanna sem rannsaka þjóðarmorð lýstu því yfir í dag að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Ísraelsk stjórnvöld hafna þessu harðlega og segja herinn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast skaða á almennum borgurum. Fréttamiðlar greindu nýverið frá því að tölur innan úr ísraelska hernum sýni að 83 prósent þeirra sem hafi verið drepnir á Gasa hafi verið almennir borgarar. International Association of Genocide Scholars, eða Alþjóðasamtök þjóðarmorðsfræðimanna, samanstanda af um 500 meðlimum um allan heim en meðal þeirra eru sérfræðingar í Helförinni. Yfirlýsing samtakanna var samþykkt af 86 prósent kjósandi meðlima en með þessu bætast samtökin í hóp mannréttindasamtaka sem hafa áður sagt hernaðinn á Gasa bera merki þjóðarmorðs. Meðal þeirra eru tvö ísraelsk mannréttindasamtök sem nefnast B’Tselem og Physicians for Human Rights-Israel, eða Læknar fyrir mannréttindi, sem sökuðu fyrst Ísrael um fremja þjóðarmorð í júlí síðastliðnum. Þetta var í fyrsta sinn sem ísraelsk samtök leidd af gyðingum báru fram slíkar ásakanir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þjóðarmorð er skilgreint sem kerfisbundin útrýming kynþáttar, þjóðar eða samfélags. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. 31. ágúst 2025 08:27 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Loftárásir og fallbyssuárásir hafa ómað um Gasaborg, stærstu borg svæðisins, eftir að Ísrael skilgreindi borgina sem átakasvæði í síðustu viku. Í útjöðrum borgarinnar og Jabaliya-flóttamannabúðunum lýsir fólk því að hafa séð vélmenni hlaðin sprengiefni brjóta niður byggingar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og að Ísrael hafi hindrað matvælaflutninga til norðurhluta Gasa enn frekar í kjölfar nýjustu sóknar sinnar í borginni. „Önnur miskunnarlaus nótt í Gasaborg,“ sagði Saeed Abu Elaish, læknir fæddur í Jabaliya-borg sem leitar nú skjóls í norðvesturhluta borgarinnar. Al Jazeera hefur eftir Ismail al-Thawabta, forstöðumanni fjölmiðlaskrifstofu stjórnvalda á Gasa, að ísraelski herinn noti „sprengivélmenni“ í íbúðahverfum og ýti þannig undir nauðungarflutninga Palestínumanna í Gasaborg. Áframhaldandi hungursneið og átök Sjúkrahús á Gasa segja minnst 31 hafa verið drepinn í skothríð Ísraelsmanna í dag, mánudag, og meira en helmingur þeirra séu konur og börn. Minnst þrettán hafi legið í valnum innan borgarmarkanna. Íbúar Gasaborgar sem hafa margir ítrekað flúið heimili sín vegna stríðsátaka og standa einnig frammi fyrir hungri. Sérfræðingar segja Gasaborg glíma við hungurneyð sem sé knúin áfram af átökum á svæðinu, umsátri Ísrael sem hefur hindrað matvælaflutninga, endurteknum fjöldaflutningum fólks og hruni matvælaframleiðslu. Samtals hafa 63.557 Palestínumenn fallið í átökunum sem hófust eftir innrás Hamas í Ísrael í október 2023, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem segir að 160.660 manns hafi særst í heildina. Konur og börn eru talin um helmingur hinna látnu. Ísraelsk stjórnvöld gefa lítið fyrir þessar tölur en stofnanir Sameinuðu þjóðanna og sjálfstæðir sérfræðingar hafa sagt tölur ráðuneytisins þær áreiðanlegustu sem í boði eru. Fræðimenn segja þjóðarmorð eiga sér stað á Gasa Stærsta fagfélag fræðimanna sem rannsaka þjóðarmorð lýstu því yfir í dag að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Ísraelsk stjórnvöld hafna þessu harðlega og segja herinn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast skaða á almennum borgurum. Fréttamiðlar greindu nýverið frá því að tölur innan úr ísraelska hernum sýni að 83 prósent þeirra sem hafi verið drepnir á Gasa hafi verið almennir borgarar. International Association of Genocide Scholars, eða Alþjóðasamtök þjóðarmorðsfræðimanna, samanstanda af um 500 meðlimum um allan heim en meðal þeirra eru sérfræðingar í Helförinni. Yfirlýsing samtakanna var samþykkt af 86 prósent kjósandi meðlima en með þessu bætast samtökin í hóp mannréttindasamtaka sem hafa áður sagt hernaðinn á Gasa bera merki þjóðarmorðs. Meðal þeirra eru tvö ísraelsk mannréttindasamtök sem nefnast B’Tselem og Physicians for Human Rights-Israel, eða Læknar fyrir mannréttindi, sem sökuðu fyrst Ísrael um fremja þjóðarmorð í júlí síðastliðnum. Þetta var í fyrsta sinn sem ísraelsk samtök leidd af gyðingum báru fram slíkar ásakanir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þjóðarmorð er skilgreint sem kerfisbundin útrýming kynþáttar, þjóðar eða samfélags.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. 31. ágúst 2025 08:27 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. 31. ágúst 2025 08:27
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17