Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 19:17 Blóðug myndavél Mariam Dagga blaðakonu. Hún lést í sprengingunni. AP Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira