Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 11:29 Donald Trump og þeir Narendra Modi og Xi Jinping. EPA og AP Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi. Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi.
Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna