Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 20:58 Til vinstri eru þeir Jørgen Boassen, grænlenskur múrari og vinur Bandaríkjastjórnar. Til hægri er athafnamaðurinn og Grænlandsvinurinn Tom Dans. Vísir/Samsett Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það. Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það.
Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira