Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 09:33 André Onana og félagar hans í Manchester United eru úr leik í enska deildabikarnum eftir tap fyrir D-deildarliði Grimsby Town. getty/Jacques Feeney André Onana fékk heldur betur á baukinn eftir að Manchester United féll úr leik gegn D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins í gær. Onana lék ekki fyrstu tvo leiki United í ensku úrvalsdeildinni en stóð á milli stanganna á Blundell Park í gær. Rauðu djöflarnir voru 2-0 undir í hálfleik en Onana leit illa út í báðum mörkunum sem Charles Vernam og Tyrell Warren skoruðu. United tókst að jafna með mörkum frá Bryan Mbeumo og Harry Maguire og úrslit leiksins réðust því í vítakeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Onana varði svo frá Clarke Odour. Það dugði þó ekki til sigurs því Matheus Cunha klúðraði sinni spyrnu í 5. umferð vítakeppninnar. Í 13. umferðinni skaut Mbeumo svo í slá og United því úr leik. Onana var ekki sannfærandi í vítakeppninni en alls fimm sinnum fór hann í rétt horn og snerti boltann en náði bara að verja eina spyrnu. André Onana got a hand to the ball five times during Manchester United’s penalty shootout against Grimsby. Four of those still ended up in the net 😮💨 pic.twitter.com/ZsvPyBldZp— ESPN UK (@ESPNUK) August 27, 2025 Onana skoraði reyndar úr sinni spyrnu í vítakeppninni en ekki er hægt að segja að Kamerúninn hafi verið sannfærandi þegar kom að því að reyna að verja spyrnur Grimsby-manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðastöðuna hjá United. Altay Bayindir spilaði fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og var ósannfærandi og Onana greip ekki beint gæsina í gær. Markvörður Antwerp, Senne Lammens, hefur verið orðaður við United sem er með eitt stig í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á laugardaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01 „Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Onana lék ekki fyrstu tvo leiki United í ensku úrvalsdeildinni en stóð á milli stanganna á Blundell Park í gær. Rauðu djöflarnir voru 2-0 undir í hálfleik en Onana leit illa út í báðum mörkunum sem Charles Vernam og Tyrell Warren skoruðu. United tókst að jafna með mörkum frá Bryan Mbeumo og Harry Maguire og úrslit leiksins réðust því í vítakeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Onana varði svo frá Clarke Odour. Það dugði þó ekki til sigurs því Matheus Cunha klúðraði sinni spyrnu í 5. umferð vítakeppninnar. Í 13. umferðinni skaut Mbeumo svo í slá og United því úr leik. Onana var ekki sannfærandi í vítakeppninni en alls fimm sinnum fór hann í rétt horn og snerti boltann en náði bara að verja eina spyrnu. André Onana got a hand to the ball five times during Manchester United’s penalty shootout against Grimsby. Four of those still ended up in the net 😮💨 pic.twitter.com/ZsvPyBldZp— ESPN UK (@ESPNUK) August 27, 2025 Onana skoraði reyndar úr sinni spyrnu í vítakeppninni en ekki er hægt að segja að Kamerúninn hafi verið sannfærandi þegar kom að því að reyna að verja spyrnur Grimsby-manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðastöðuna hjá United. Altay Bayindir spilaði fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og var ósannfærandi og Onana greip ekki beint gæsina í gær. Markvörður Antwerp, Senne Lammens, hefur verið orðaður við United sem er með eitt stig í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á laugardaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01 „Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01
„Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18