Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 11:37 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum. Grænland Danmörk Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum.
Grænland Danmörk Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40
Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00