Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2022 22:00 Arnar Hauksson er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Vísir/Egill Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“ Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“
Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira