Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:31 Arsenal ætlar að passa vel upp á Max Dowman og sjá til þess að þetta undrabarn verði að alvöru leikmanni. EPA/ANDY RAIN Max Dowman er nógu gamall til að spila í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal þarf aftur á móti að passa sérstaklega upp á þennan fimmtán ára strák utan vallar. Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt. Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt.
Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira