Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2025 22:03 Virgil van Dijk fagnar hinum sextán ára gamla Rio Ngumoha eftir sigurmark stráksins í kvöld. EPA/ADAM VAUGHAN Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, sá liðið sitt vinna dramatískan 3-2 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var mjög erfiður fyrir Liverpool liðið sem missti niður 2-0 forystu. „Við vitum öll að þetta er erfiður staður að spila og það kom mikil olía á eldinn í vikunni til að kveikja upp í Newcastle liðinu. Við bjuggumst því við þessu. Við erum vonsviknir með að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum. Það á ekki að gerast,“ sagði Van Dijk. „Heilt yfir þá voru þetta frábær þrjú stig og við höldum bara áfram. Við hefðum gert okkur þetta auðveldara fyrir með því að fá ekki á okkur þessi mörk úr föstu leikatriðum. Þau gáfu þeim mikinn kraft og áhorfendunum auðvitað líka,“ sagði Van Dijk. Liverpool varð manni fleiri í lok fyrri hálfleiks eftir brot Anthony Gordon á Van Dijk. „Ég sagði við hann: Ef þetta er ekki rautt spjald þá skil ég ekki fótbolta. Það var skrýtið að dómarinn lyfti ekki rauða spjaldinu strax,“ sagði Van Dijk. Gula spjaldið fór fyrst á loft en dómarinn breytti því í rautt eftir að hann fór í skjáinn. Hinn sextán ára gamli Rio Ngumoha var hetja kvöldsins þegar hann skoraði sigurmarkið á tíundu mínútu í uppbótatíma. „Þetta er draumabyrjun fyrir hann og öll sóknin fyrir markið var góð. Harvey byrjaði þetta út á kanti og Szoboszlai lét boltann fara. Þetta var fullkomin sókn,“ sagði Van Dijk. „Við héldum ró okkar og fundum leiðina til að skora mark. Ég er mjög mjög ánægður fyri hönd Rio. Hann verður samt að halda áfram að leggja mikið á sig og vera áfram auðmjúkur. Hann má samt njóta þess núna því það má ekki taka svona kvöldum sem sjálfsögðum hluti. Ég er viss um að hann mætir klár á erfiða æfingu á morgun,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Leikurinn var mjög erfiður fyrir Liverpool liðið sem missti niður 2-0 forystu. „Við vitum öll að þetta er erfiður staður að spila og það kom mikil olía á eldinn í vikunni til að kveikja upp í Newcastle liðinu. Við bjuggumst því við þessu. Við erum vonsviknir með að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum. Það á ekki að gerast,“ sagði Van Dijk. „Heilt yfir þá voru þetta frábær þrjú stig og við höldum bara áfram. Við hefðum gert okkur þetta auðveldara fyrir með því að fá ekki á okkur þessi mörk úr föstu leikatriðum. Þau gáfu þeim mikinn kraft og áhorfendunum auðvitað líka,“ sagði Van Dijk. Liverpool varð manni fleiri í lok fyrri hálfleiks eftir brot Anthony Gordon á Van Dijk. „Ég sagði við hann: Ef þetta er ekki rautt spjald þá skil ég ekki fótbolta. Það var skrýtið að dómarinn lyfti ekki rauða spjaldinu strax,“ sagði Van Dijk. Gula spjaldið fór fyrst á loft en dómarinn breytti því í rautt eftir að hann fór í skjáinn. Hinn sextán ára gamli Rio Ngumoha var hetja kvöldsins þegar hann skoraði sigurmarkið á tíundu mínútu í uppbótatíma. „Þetta er draumabyrjun fyrir hann og öll sóknin fyrir markið var góð. Harvey byrjaði þetta út á kanti og Szoboszlai lét boltann fara. Þetta var fullkomin sókn,“ sagði Van Dijk. „Við héldum ró okkar og fundum leiðina til að skora mark. Ég er mjög mjög ánægður fyri hönd Rio. Hann verður samt að halda áfram að leggja mikið á sig og vera áfram auðmjúkur. Hann má samt njóta þess núna því það má ekki taka svona kvöldum sem sjálfsögðum hluti. Ég er viss um að hann mætir klár á erfiða æfingu á morgun,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira