Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 00:09 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart börnum í Úkraínu og fyrrverandi utanríkisráðherra. Sýn Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. „Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
„Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira