Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Nuno Espirito Santo þykir orðinn valtur í sessi en það hefur ekkert að gera með úrslit hjá Nottingham Forest. EPA/VINCE MIGNOTT Þrátt fyrir gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta virðist mikið ósætti ríkja á milli eigandans og knattspyrnustjórans Nuno Espirito Santo. Sá síðarnefndi hellti bensíni á bálið á blaðamannafundi í dag og er jafnvel talið að hann verði rekinn. Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno. Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno.
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira