Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2025 06:47 Lavrov sagði í gær að það kæmi ekkert annað til greina en að Rússar og Kínverjar kæmu að því að tryggja öryggi Úkraínu. Getty Stjórnvöld í Rússlandi vilja eiga aðkomu að því að tryggja öryggi Úkraínu til framtíðar, eftir að hafa staðið fyrir stöðugum árásum á landið frá því að þeir gerðu innrás í febrúar 2022. Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Utanríkisráðherran Sergei Lavrov sagði í gær að Rússar myndu ekki sætta sig við að hermenn frá öðrum Evrópuríkjum yrðu sendir til Úkraínu til að tryggja öryggi landsins, heldur vildu Rússar taka aftur til skoðunar miðlunartillögur frá 2022. Þær fólu meðal annars í sér að Rússar og Kínverjar myndu koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, í einhvers konar samstarfi við Evrópuríkin. Lavrov segir allar aðrar hugmyndir gjörsamlega óásættanlegar. Reuters hefur eftir heimildarmönnum að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viku síðan gert kröfu um að Úkraínumenn láti Donbas af hendi og heiti því að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið. Þá á hann að hafa krafist þess að hermenn bandalagsríkja Úkraínu yrðu ekki sendir þangað í öryggisskyni. Heimildarmennirnir segja Pútín þannig hafa slegið af kröfum sínum, það er að segja að hann sækist nú aðeins eftir því að fá héruðin Donetsk og Luhansk en ekki Kherson og Zaporizhzhia. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hafnað því að láta Donbas af hendi, enda óttist Úkraínumenn að Rússar muni seinna meir nota svæðið sem stökkpall fyrir frekari landvinninga. Selenskí hefur sagt að eina mögulega ráðið í stöðunni sé að auka þrýstinginn á Úkraínu, enda skilji Pútín ekki annað en vald. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að komast á sömu skoðun en ef marka má skrif hans á Truth Social í gær, er hann smám saman að missa þolinmæðina gagnvart Rússum. Trump notaði að sjálfsögðu tækifærið til að skjóta á forvera sinn í embætti Joe Biden og fordæmdi hann fyrir að hafa ekki „leyft“ Úkraínu að svara fyrir sig, heldur aðeins að verja sig. „Hvernig gekk það?,“ spurði forsetinn. „Áhugaverðir tímar framundan!!!“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira