Enski boltinn

Arsenal að stela Eze frá Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eberechi Eze er enn leikmaður Crystal Palace en fer líklegast til Arsenal áður en glugginn lokar.
Eberechi Eze er enn leikmaður Crystal Palace en fer líklegast til Arsenal áður en glugginn lokar. Getty/Justin Setterfield

Eberechi Eze er á leiðinni til Arsenal eftir að fréttir bárust í kvöld af góðum gangi í viðræðum félagsins og leikmannsins við Arsenal.

Fabrizio Romano sló því upp í kvöld að Arsenal væri á því að Eze vildi frekar fara til Arsenal en til Tottenham. Romano sagði síðan frá því að félögin væru búin að ná samkomulagi um kaupverð.

Eze var kominn nálægt Tottenham en það lítur út fyrir að Arsenal sé nú að stela Eze frá Tottenham.

Arsenal mun borga Crystal Palace sextíu milljón punda pakka fyrir Eze og bjóða Palace auðveldari bónusgreiðslur.

Næst á dagskrá er að ná samkomulagi við Eze en fátt er sagt koma í veg fyrir það.

Eze er öflugur leikmaður sem skoraði sigurmark Crystal Palace í bikarúrslitaleiknum í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×