Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2025 06:45 Herdeild Úkraínumanna við æfingar í Zaporizhzhia. AP/UKRAINIAN 65 MECHANIZED BRIGADE/Andriy Andriyenko Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka rétt Úkraínumanna til að ákvarða eigin framtíð. Þá segja þeir mögulegt samkomulag verða að tryggja öryggishagsmuni Úkraínu og Evrópu. Yfirlýsingunni er ætlað að sýna fram á samstöðu Evrópuríkjanna nú þegar fundur Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseta um Úkraínu stendur fyrir dyrum. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, vildi hins vegar ekki leggja nafn sitt við yfirlýsinguna. Leiðtogarnir segjast fagna viðleitni Bandaríkjaforseta til að binda enda á stríð Rússlands gegn Úkraínu en ítreka að ekki sé hægt að varða leiðina að friði í Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. https://www.visir.is/g/20252761082d/-thetta-er-i-rauninni-threyfingafundur- Eins og margoft hefur komið fram hefur Pútín þverneitað að funda með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta. Þá hafa bæði hann og Trump haft uppi alls konar ummæli um þá eftirgjöf sem þarf að eiga sér stað að hálfu Úkraínumanna, án þess að ræða það sérstaklega við Úkraínumenn. Stóra spurningin sem vofir yfir fundi Trump og Pútín er sú hvort fyrrnefndi muni fallast á sjónarmið síðarnefnda um að Úkraína þurfi að gefa eftir landsvæði og Atlantshafsbandalagið að draga úr umsvifum sínum í nágrannaríkjunum. Leiðtogarnir ítreka í yfirlýsingunni að réttlátur og varanlegur friður verði að byggja á alþjóðalögum og virðingu við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt ríkja. Þá verði að virða þá grunnreglu að landamærum ríkja verði ekki breytt með valdi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Yfirlýsingunni er ætlað að sýna fram á samstöðu Evrópuríkjanna nú þegar fundur Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseta um Úkraínu stendur fyrir dyrum. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, vildi hins vegar ekki leggja nafn sitt við yfirlýsinguna. Leiðtogarnir segjast fagna viðleitni Bandaríkjaforseta til að binda enda á stríð Rússlands gegn Úkraínu en ítreka að ekki sé hægt að varða leiðina að friði í Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. https://www.visir.is/g/20252761082d/-thetta-er-i-rauninni-threyfingafundur- Eins og margoft hefur komið fram hefur Pútín þverneitað að funda með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta. Þá hafa bæði hann og Trump haft uppi alls konar ummæli um þá eftirgjöf sem þarf að eiga sér stað að hálfu Úkraínumanna, án þess að ræða það sérstaklega við Úkraínumenn. Stóra spurningin sem vofir yfir fundi Trump og Pútín er sú hvort fyrrnefndi muni fallast á sjónarmið síðarnefnda um að Úkraína þurfi að gefa eftir landsvæði og Atlantshafsbandalagið að draga úr umsvifum sínum í nágrannaríkjunum. Leiðtogarnir ítreka í yfirlýsingunni að réttlátur og varanlegur friður verði að byggja á alþjóðalögum og virðingu við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt ríkja. Þá verði að virða þá grunnreglu að landamærum ríkja verði ekki breytt með valdi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira