Geimfari Apollo 13 látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 22:52 Jim Lovell er látinn 97 ára að aldri. NASA Jim Lovell geimfari er látinn 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) greinir frá andláti Lovell í tilkynningu. Árið 1970 fór hann fyrir áhöfn hins nafntogaða leiðangurs geimskutlunnar Apolló-13 sem átti að lenda á tunglinu. Á leið sinni um geiminn sprakk súrefnistankur og er leiðtogahæfni Lovell meðal annars að þakka að ekki fór verr. Saga tunglferðarinnar varð að kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1995 þar sem Tom Hanks fór eftirminnilega með hlutverk Lovell. Þegar geimfararnir tóku eftir biluninni í súrefnistönkunum mælti áhafnarmeðlimurinn Jack Swigert hin fleygu orð: „Houston, we have a problem.“ Tugir milljóna um allan heim fylgdust með geimförunum snúa aftur til jarðar og lenda í Kyrrahafinu. Allir þrír geimfarar um borð komust heilir á húfi aftur heim til fjölskyldna sinna. „Festa og hugrekki Jim hjálpaði þjóð okkar að ná til tunglsins og breytti yfirvofandi harmleik í lærdómsríkan sigur. Við syrgjum fráfall hans á sama tíma og við fögnum afrekum hans,“ er haft eftir Sean Duffy, forstöðumanni Bandarísku geimferðastofnunarinnar. „Bandaríska geimferðastofnunin vottar fjölskyldu Jims Lovell samúðarkveðjur. Ævi hans og störf hafa veitt milljónum manna innblástur um áratuga skeið,“ segir í tilkynningunni. Lesa má frekar um ævi og störf Lovell á heimasíðu NASA. Geimurinn Bandaríkin Andlát Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) greinir frá andláti Lovell í tilkynningu. Árið 1970 fór hann fyrir áhöfn hins nafntogaða leiðangurs geimskutlunnar Apolló-13 sem átti að lenda á tunglinu. Á leið sinni um geiminn sprakk súrefnistankur og er leiðtogahæfni Lovell meðal annars að þakka að ekki fór verr. Saga tunglferðarinnar varð að kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1995 þar sem Tom Hanks fór eftirminnilega með hlutverk Lovell. Þegar geimfararnir tóku eftir biluninni í súrefnistönkunum mælti áhafnarmeðlimurinn Jack Swigert hin fleygu orð: „Houston, we have a problem.“ Tugir milljóna um allan heim fylgdust með geimförunum snúa aftur til jarðar og lenda í Kyrrahafinu. Allir þrír geimfarar um borð komust heilir á húfi aftur heim til fjölskyldna sinna. „Festa og hugrekki Jim hjálpaði þjóð okkar að ná til tunglsins og breytti yfirvofandi harmleik í lærdómsríkan sigur. Við syrgjum fráfall hans á sama tíma og við fögnum afrekum hans,“ er haft eftir Sean Duffy, forstöðumanni Bandarísku geimferðastofnunarinnar. „Bandaríska geimferðastofnunin vottar fjölskyldu Jims Lovell samúðarkveðjur. Ævi hans og störf hafa veitt milljónum manna innblástur um áratuga skeið,“ segir í tilkynningunni. Lesa má frekar um ævi og störf Lovell á heimasíðu NASA.
Geimurinn Bandaríkin Andlát Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira