Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2025 15:01 Adda og vinkonur hennar stukku upp úr sófanum og hlupu út eftir frægt sigurmark Macheda. Þær héldu áfram að hlaupa því þær þorðu ekki að horfa á lokasekúndur leiksins. Vísir/Getty Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009. United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira
United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira