Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2025 15:01 Adda og vinkonur hennar stukku upp úr sófanum og hlupu út eftir frægt sigurmark Macheda. Þær héldu áfram að hlaupa því þær þorðu ekki að horfa á lokasekúndur leiksins. Vísir/Getty Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009. United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Sjá meira
United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Sjá meira