Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2025 18:00 Niko Hansen fagnar því að koma Víkingum yfir. Vísir/Diego Víkingur er í ótrúlegri stöðu fyrir síðari leik sinn gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sannfærandi, og sanngjarnan, sigur í Víkinni. Eftir rólegar fyrstu fimmtán mínútur færðist fjör í leikinn og Nikolaj Hansen var allt í öllu. Hann fékk fyrsta alvöru færi Víkinga, renndi boltanum rétt framhjá og bjargaði svo á línu hinum megin eftir skalla frá leikmanni Bröndby. Rétt fyrir hálfleik skoraði Nikolaj svo stórbrotið skallamark, með hnakkanum, sláin inn. Nikolaj var með bakið í markið og þrjá menn í sér en skallaði boltann í slánna og inn. Ótrúlegt mark, með þrjá menn að dekka sig og bakið í markið tókst honum samt einhvern veginn að stýra boltanum á rammann eftir hornspyrnu Gylfa Þórs. Víkingar fóru því með forystuna inn í hálfleik og tvöfölduðu hana snemma í seinni hálfleik, aftur eftir hornspyrnu Gylfa Þórs. Þá voru augu allra varnarmanna Bröndby á Nikolaj Hansen og þeir hreinlega gleymdu Oliver Ekroth, sem voru slæm mistök. Oliver þakkaði fyrir sig, stökk óvaldaður og stangaði boltann í netið. Bröndby var næstum því búið að minnka muninn strax í næstu sókn en Pálmi Rafn varði stórkostlega. Eftir það vörðust Víkingar virkilega vel og ógnuðu mikið í sínum sóknum. Það var svo varamaðurinn Viktor Örlygur Andrason sem gulltryggði magnaðan sigur Víkinga með frábæru skoti með vinstri fæti úr teignum. Viktor Örlygur kom inn af bekknum og skoraði þriðja markið. Og fagnaði af mikilli innlifun. Lokatölur 3-0 og Víkingar svífa til Kaupmannahafnar á bleiku skýi. Nánara uppgjör og viðtöl væntanleg. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti
Víkingur er í ótrúlegri stöðu fyrir síðari leik sinn gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sannfærandi, og sanngjarnan, sigur í Víkinni. Eftir rólegar fyrstu fimmtán mínútur færðist fjör í leikinn og Nikolaj Hansen var allt í öllu. Hann fékk fyrsta alvöru færi Víkinga, renndi boltanum rétt framhjá og bjargaði svo á línu hinum megin eftir skalla frá leikmanni Bröndby. Rétt fyrir hálfleik skoraði Nikolaj svo stórbrotið skallamark, með hnakkanum, sláin inn. Nikolaj var með bakið í markið og þrjá menn í sér en skallaði boltann í slánna og inn. Ótrúlegt mark, með þrjá menn að dekka sig og bakið í markið tókst honum samt einhvern veginn að stýra boltanum á rammann eftir hornspyrnu Gylfa Þórs. Víkingar fóru því með forystuna inn í hálfleik og tvöfölduðu hana snemma í seinni hálfleik, aftur eftir hornspyrnu Gylfa Þórs. Þá voru augu allra varnarmanna Bröndby á Nikolaj Hansen og þeir hreinlega gleymdu Oliver Ekroth, sem voru slæm mistök. Oliver þakkaði fyrir sig, stökk óvaldaður og stangaði boltann í netið. Bröndby var næstum því búið að minnka muninn strax í næstu sókn en Pálmi Rafn varði stórkostlega. Eftir það vörðust Víkingar virkilega vel og ógnuðu mikið í sínum sóknum. Það var svo varamaðurinn Viktor Örlygur Andrason sem gulltryggði magnaðan sigur Víkinga með frábæru skoti með vinstri fæti úr teignum. Viktor Örlygur kom inn af bekknum og skoraði þriðja markið. Og fagnaði af mikilli innlifun. Lokatölur 3-0 og Víkingar svífa til Kaupmannahafnar á bleiku skýi. Nánara uppgjör og viðtöl væntanleg.