Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Rafn Ágúst Ragnarsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. ágúst 2025 21:47 Brøndby-menn voru heldur betur ekki ánægðir með sína menn eftir leik. Vísir/Diego Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32
„Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06