Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 14:48 Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður KR. Vísir/Ívar Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við. Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR
KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira