Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2025 23:16 Noah Sadiki er einn nýrra leikmanna Sunderland. EPA/LUÍS BRANCA Sunderland mun leika í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á komandi leiktíð eftir að hafa fallið alla leið niður í ensku C-deildina. Það er ljóst að Svörtu kettirnir ætla að reyna halda sæti sínu með því að eyða sem mestum pening í nýja leikmenn. Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sjá meira
Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sjá meira