Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 13:17 Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands. EPA/DUMITRU DORU Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Svikamylla þessi er sögð hafa snúist um árabil en embætti saksóknara Evrópusambandsins (EPPO) hefur sakað fjölda Grikkja um að taka við landbúnaðarstyrkjum vegna jarðareigna sem þeir eiga ekki og fyrir landbúnað sem þeir hafa ekki stundað. Er þetta sagt hafa komið niður á raunverulegum bændum í Grikklandi. Opinber stofnun (OPEKEPE) tók við styrkjunum og deildi þeim út en hún hefur nú verið lögð niður. Samkvæmt frétt Politico var gríska þinginu send í síðustu viku löng skýrsla þar sem meðal annars má lesa eftirrit af hlerunum þar sem menn ræða sín á milli um hvernig hægt sé að halda svikamyllunni gangandi og halda svo á spilunum svo fleiri geti grætt. Mennirnir munu hafa svikið að minnsta kosti 290 milljónir evra frá Evrópusambandinu. Það samsvarar um 41,5 milljörðum króna. Að minnsta kosti fimm núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafa verið bendlaðir við málið og að minnsta kosti tíu þingmenn. Mitsotakis hefur ákveðið að sækja umrædda menn ekki til saka og rannsaka málið ekki frekar og er það á þeim grunni að samkvæmt grískum lögum er það eingöngu gríska þingið sem getur sótt ráðherra til saka. Einungis mánuður er síðan Mitsotakis hét því að komast til botns í málinu. Á þingi í síðustu viku sagði forsætisráðherrann að Grikkland þyrfti ekki á þessum „skandal-æsingum“ að halda, heldur sannleikanum. Þá sagðist hann vilja finna varanlega lausn á vandamálinu en eins og áður segir hefur hann staðið í vegi ítarlegri rannsóknar í garð embættismanna. Landbúnaðarráðherra sakaðir um spillingu Í skýrslu EPPO segir að glæpasamtök sem innihéldu embættismenn frá OPEKEPE, áðurnefndri stofnun sem útdeildi styrkjum fyrir hönd ESB, og þingmenn og aðra sem tóku við styrkjum á ólöglegum grundvelli. Embættismenn í landbúnaðarráðuneyti Grikklands eru sakaðir um að hafa unnið með svikahröppunum til að halda svikamyllunni gangandi. Einnig er spjótum beint að tveimur fyrrverandi landbúnaðarráðherrum og þeir sakaðir um fjársvik. Í einu tilfelli var fyrrverandi yfirmanni OPEKEPE vikið úr starfi af öðrum áðurnefndum fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Sá yfirmaður hafði þá reynt að stöðva fjölmargar styrkveitingar á þeim grunni að þörf væri á því að rannsaka þær nánar. Eftir að honum var bolað ú starfi voru greiðslurnar, rúmlega níu þúsund talsins, sendar út. Í skýrslu EPPO segir að frekari rannsókna sé þörf til að ná almennilega utan um umfang svikanna. Þó umfangið liggi ekki fyrir er talið að þeir hafi stolið að minnsta kosti 290 milljónum evra. Leiðtogar ESB hafa vegna þessa lækkað landbúnaðarstyrki til Grikklands á næsta ári um fjögur hundruð milljónir. Grikkland Evrópusambandið Erlend sakamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Svikamylla þessi er sögð hafa snúist um árabil en embætti saksóknara Evrópusambandsins (EPPO) hefur sakað fjölda Grikkja um að taka við landbúnaðarstyrkjum vegna jarðareigna sem þeir eiga ekki og fyrir landbúnað sem þeir hafa ekki stundað. Er þetta sagt hafa komið niður á raunverulegum bændum í Grikklandi. Opinber stofnun (OPEKEPE) tók við styrkjunum og deildi þeim út en hún hefur nú verið lögð niður. Samkvæmt frétt Politico var gríska þinginu send í síðustu viku löng skýrsla þar sem meðal annars má lesa eftirrit af hlerunum þar sem menn ræða sín á milli um hvernig hægt sé að halda svikamyllunni gangandi og halda svo á spilunum svo fleiri geti grætt. Mennirnir munu hafa svikið að minnsta kosti 290 milljónir evra frá Evrópusambandinu. Það samsvarar um 41,5 milljörðum króna. Að minnsta kosti fimm núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafa verið bendlaðir við málið og að minnsta kosti tíu þingmenn. Mitsotakis hefur ákveðið að sækja umrædda menn ekki til saka og rannsaka málið ekki frekar og er það á þeim grunni að samkvæmt grískum lögum er það eingöngu gríska þingið sem getur sótt ráðherra til saka. Einungis mánuður er síðan Mitsotakis hét því að komast til botns í málinu. Á þingi í síðustu viku sagði forsætisráðherrann að Grikkland þyrfti ekki á þessum „skandal-æsingum“ að halda, heldur sannleikanum. Þá sagðist hann vilja finna varanlega lausn á vandamálinu en eins og áður segir hefur hann staðið í vegi ítarlegri rannsóknar í garð embættismanna. Landbúnaðarráðherra sakaðir um spillingu Í skýrslu EPPO segir að glæpasamtök sem innihéldu embættismenn frá OPEKEPE, áðurnefndri stofnun sem útdeildi styrkjum fyrir hönd ESB, og þingmenn og aðra sem tóku við styrkjum á ólöglegum grundvelli. Embættismenn í landbúnaðarráðuneyti Grikklands eru sakaðir um að hafa unnið með svikahröppunum til að halda svikamyllunni gangandi. Einnig er spjótum beint að tveimur fyrrverandi landbúnaðarráðherrum og þeir sakaðir um fjársvik. Í einu tilfelli var fyrrverandi yfirmanni OPEKEPE vikið úr starfi af öðrum áðurnefndum fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Sá yfirmaður hafði þá reynt að stöðva fjölmargar styrkveitingar á þeim grunni að þörf væri á því að rannsaka þær nánar. Eftir að honum var bolað ú starfi voru greiðslurnar, rúmlega níu þúsund talsins, sendar út. Í skýrslu EPPO segir að frekari rannsókna sé þörf til að ná almennilega utan um umfang svikanna. Þó umfangið liggi ekki fyrir er talið að þeir hafi stolið að minnsta kosti 290 milljónum evra. Leiðtogar ESB hafa vegna þessa lækkað landbúnaðarstyrki til Grikklands á næsta ári um fjögur hundruð milljónir.
Grikkland Evrópusambandið Erlend sakamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira