Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 10:30 Sir Jim Ratcliffe tekur í höndina á Harry Maguire eftir tap Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Getty/James Gill Stuðningsmannahópur Manchester United ætlar að skipuleggja eigendamótmæli á fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira