Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 15:49 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Getty Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.
Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Sjá meira
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03
Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45
Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44