Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Kolbeinn Kristinsson skrifar 4. ágúst 2025 20:00 Íslandsmeistararnir unnu gríðarlega sannfærandi sigur á Hlíðarenda. Vísir/Diego Valur sá aldrei til sólar þegar Breiðablik mætti á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna. Um var að ræða leik bikar- og Íslandsmeistaranna frá síðustu leiktíð. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Breiðablik sigrar Val 3-0 og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Breiðablik vinnur þar með sinn sjöunda leik í röð í öllum keppnum. Birta og Agla María með mörk Breiðabliks en þriðja markið var sjálfsmark eftir hornspyrnu. Agla María og Birta Georgsdóttir fagna.Vísir/Diego Sterk byrjun Breiðabliks Breiðablik skorar tvö mörk með stuttu millibili eða á sjöttu og áttundu mínútu leiksins. Þær stöllur Birta og Agla María með sitt markið hvor og stoðsendinguna hvor á aðra í þokkabót. Sá sem þetta ritar hélt að þá kæmi markaflóð í kjölfarið, enda voru Valskonur sjáanlega slegnar út af laginu, en það varð ekki raunin og Breiðablik fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu. Samantha Smith á boltanum.Vísir/Diego Mikilvægi þriðja marksins Valur hóf síðari hálfleikinn af krafti og átti tvær góðar marktilraunir strax í upphafi en eins og oft áður í sumar þá vantaði að reka smiðshöggið á sóknirnar. Það er oft talað um mikilvægi þriðja marksins í leikjum og það átti sannarlega við í kvöld. Breiðablik skoraði á 53. mínútu eftir hornspyrnu og þar með voru úrslit leiksins í raun ráðin, Valskonur komu aldrei til baka eftir það. Valskonur réðu ekkert við sterka Blika.Vísir/Diego Liðin skiptust á að hafa boltann þó Breiðablik væri alltaf ívíð sterkara og öllum sviðum leiksins. Valur þarf að grafa djúpt ef það ætlar að enda þetta tímabil með einhverjum brag. Það var ekki að sjá að afsögn Kristjáns Guðmundssonar á dögunum hefði haft mikið að segja hvað varðar frammistöðu Vals í þessum leik í kvöld. Niðurstaðan sú að Breiðablik tók þrjú stig með sér heim í Kópavoginn og styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar. Blikar fagna.Vísir/Diego • Atvik leiksins. Sterk byrjun hjá Breiðablik skóp sigurinn. Birta skorar á sjöttu mínútu leiksins og svo fylgir Agla María í kjölfarið með marki rúmri mínútu síðar sem sló Valskonur út af laginu í dágóða stund. Birta og Agla María fagna.Vísir/Diego • Stjörnur og skúrkar. Í liði Breiðabliks voru Agla María og Birta öflugar með sín mörk og stoðsendingar og í raun var öll sóknarlína Blika sterk í kvöld. Hjá Val stóðu. Skúrkurinn var kannski sóknarleikur Vals í heild sinni, þær voru í raun aldrei líklegar til að skora þrátt fyrir nokkrar mjög fínar leikstöður – en Valur hefur einungis skorað 14 mörk í deildinni hingað til sem er einfaldlega slakt fyrir lið með þennan leikmannahóp. Frá Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Diego • Dómarinn. Góð frammistaða í kvöld hjá ÞÞÞ og hans teymi. Allar stóru ákvarðanirnar virtust réttar séð frá fjölmiðlastúkunni og lítið út á dómarateymið að setja. Einkunn 8,8. Þórður Þorsteinn Þórðarson, dómari.Vísir/Diego • Stemning og umgjörð. Fjöldi fólks sá flottan leik hér í kvöld. Það var þokkalega mætt af stuðningsmönnum beggja liða á frídegi verslunarmanna. Umgjörðin var flott hjá heimaliðinu, nú sem fyrr. Það var ágætis mæting.Vísir/Diego „Erum bara ótrúlega slakar á báðum endum vallarins og inni í báðum teigum“ Elísa Viðarsdóttir og aðrir leikmenn Vals réðu ekkert við Öglu Maríu Albertsdóttur í kvöld.Vísir/Diego Elísa, fyrirliði Vals, segir að liðið hafi byrjað virkilega þungt og erfitt hafi verið að missa Blikana fram úr sér með tveimur mörkum. „Við vorum alltof langt frá þeim í fyrri hálfleik og þær fengu of mikinn tíma á boltann og við vorum bara á hálfgerðu joggi og vorum einhvern veginn ekki að leggja líf og sál í þetta eins og við ætluðum okkur að gera og þá er voðinn vís gegn jafn sterku liði og Breiðablik.“ „Erum með breiddina og hæfileikana í hópnum“ Þjálfari Breiðabliks fylgist með.Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir sigurinn gegn Val í kvöld. „Í heildina vorum við með stjórn á leiknum. Mér fannst við mjög góðar fyrstu 15-20 mínútur leiksins, nýttum svæðin vel en síðan urðum við dálítið værukærar og tempóið í leiknum datt niður en við stigum svo aftur upp í lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn í heild sinni var betri þannig við erum sátt við frammistöðuna og Valur var lítið inni í leiknum í rauninni.“ Leikjaprógrammið er þétt þessa stundina en Breiðablik spilar aftur á fimmtudaginn gegn Fram. Breiðablik notaði samtals fimm skiptingar í kvöld til að dreifa álaginu: „Við töluðum um það í vikunni að við þyrftum á öllum leikmannahópnum okkar að halda á þessum tímapunkti tímabilsins og sem betur fer erum við með breiðan leikmannahóp og líklegast finnst öllum leikmönnum mínum að þær geta gert tilkall til byrjunarliðssætis. Leikjaprógrammið er eins og það er og við vissum það fyrirfram. Þetta er ekki síst góð æfing fyrir Evrópuleikina sem fram undan eru. Við erum með breiddina og hæfileikana í hópnum og skiptingarnar eru liður í því að halda öllum leikmönnum ferskum.“ Breiðablik er eins og sakir standa með sex stiga forskot á toppnum, hafandi leikið einum leik meira en næstu lið. Aðspurður hvort Breiðablik ætli að stinga af segir Nik fremur jarðbundinn: „Það er gott að fá stig á töfluna en við erum að spila á undan bæði Þrótti og FH og þau lið eiga þ.a.l. leik til góða. Við verðum einfaldlega að halda áfram að skila inn góðri frammistöðu, færa boltann vel og mér fannst við mjög góðar í dag þegar það kom að því að skapa marktækifæri og halda áfram.“ Besta deild kvenna Valur Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Fyrstu viðbrögð Matthíasar Guðmundssonar þjálfara Vals eftir tapið gegn meisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta voru einfaldlega að betra liðið vann. 4. ágúst 2025 20:49 „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. 4. ágúst 2025 20:45
Valur sá aldrei til sólar þegar Breiðablik mætti á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna. Um var að ræða leik bikar- og Íslandsmeistaranna frá síðustu leiktíð. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Breiðablik sigrar Val 3-0 og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Breiðablik vinnur þar með sinn sjöunda leik í röð í öllum keppnum. Birta og Agla María með mörk Breiðabliks en þriðja markið var sjálfsmark eftir hornspyrnu. Agla María og Birta Georgsdóttir fagna.Vísir/Diego Sterk byrjun Breiðabliks Breiðablik skorar tvö mörk með stuttu millibili eða á sjöttu og áttundu mínútu leiksins. Þær stöllur Birta og Agla María með sitt markið hvor og stoðsendinguna hvor á aðra í þokkabót. Sá sem þetta ritar hélt að þá kæmi markaflóð í kjölfarið, enda voru Valskonur sjáanlega slegnar út af laginu, en það varð ekki raunin og Breiðablik fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu. Samantha Smith á boltanum.Vísir/Diego Mikilvægi þriðja marksins Valur hóf síðari hálfleikinn af krafti og átti tvær góðar marktilraunir strax í upphafi en eins og oft áður í sumar þá vantaði að reka smiðshöggið á sóknirnar. Það er oft talað um mikilvægi þriðja marksins í leikjum og það átti sannarlega við í kvöld. Breiðablik skoraði á 53. mínútu eftir hornspyrnu og þar með voru úrslit leiksins í raun ráðin, Valskonur komu aldrei til baka eftir það. Valskonur réðu ekkert við sterka Blika.Vísir/Diego Liðin skiptust á að hafa boltann þó Breiðablik væri alltaf ívíð sterkara og öllum sviðum leiksins. Valur þarf að grafa djúpt ef það ætlar að enda þetta tímabil með einhverjum brag. Það var ekki að sjá að afsögn Kristjáns Guðmundssonar á dögunum hefði haft mikið að segja hvað varðar frammistöðu Vals í þessum leik í kvöld. Niðurstaðan sú að Breiðablik tók þrjú stig með sér heim í Kópavoginn og styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar. Blikar fagna.Vísir/Diego • Atvik leiksins. Sterk byrjun hjá Breiðablik skóp sigurinn. Birta skorar á sjöttu mínútu leiksins og svo fylgir Agla María í kjölfarið með marki rúmri mínútu síðar sem sló Valskonur út af laginu í dágóða stund. Birta og Agla María fagna.Vísir/Diego • Stjörnur og skúrkar. Í liði Breiðabliks voru Agla María og Birta öflugar með sín mörk og stoðsendingar og í raun var öll sóknarlína Blika sterk í kvöld. Hjá Val stóðu. Skúrkurinn var kannski sóknarleikur Vals í heild sinni, þær voru í raun aldrei líklegar til að skora þrátt fyrir nokkrar mjög fínar leikstöður – en Valur hefur einungis skorað 14 mörk í deildinni hingað til sem er einfaldlega slakt fyrir lið með þennan leikmannahóp. Frá Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Diego • Dómarinn. Góð frammistaða í kvöld hjá ÞÞÞ og hans teymi. Allar stóru ákvarðanirnar virtust réttar séð frá fjölmiðlastúkunni og lítið út á dómarateymið að setja. Einkunn 8,8. Þórður Þorsteinn Þórðarson, dómari.Vísir/Diego • Stemning og umgjörð. Fjöldi fólks sá flottan leik hér í kvöld. Það var þokkalega mætt af stuðningsmönnum beggja liða á frídegi verslunarmanna. Umgjörðin var flott hjá heimaliðinu, nú sem fyrr. Það var ágætis mæting.Vísir/Diego „Erum bara ótrúlega slakar á báðum endum vallarins og inni í báðum teigum“ Elísa Viðarsdóttir og aðrir leikmenn Vals réðu ekkert við Öglu Maríu Albertsdóttur í kvöld.Vísir/Diego Elísa, fyrirliði Vals, segir að liðið hafi byrjað virkilega þungt og erfitt hafi verið að missa Blikana fram úr sér með tveimur mörkum. „Við vorum alltof langt frá þeim í fyrri hálfleik og þær fengu of mikinn tíma á boltann og við vorum bara á hálfgerðu joggi og vorum einhvern veginn ekki að leggja líf og sál í þetta eins og við ætluðum okkur að gera og þá er voðinn vís gegn jafn sterku liði og Breiðablik.“ „Erum með breiddina og hæfileikana í hópnum“ Þjálfari Breiðabliks fylgist með.Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir sigurinn gegn Val í kvöld. „Í heildina vorum við með stjórn á leiknum. Mér fannst við mjög góðar fyrstu 15-20 mínútur leiksins, nýttum svæðin vel en síðan urðum við dálítið værukærar og tempóið í leiknum datt niður en við stigum svo aftur upp í lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn í heild sinni var betri þannig við erum sátt við frammistöðuna og Valur var lítið inni í leiknum í rauninni.“ Leikjaprógrammið er þétt þessa stundina en Breiðablik spilar aftur á fimmtudaginn gegn Fram. Breiðablik notaði samtals fimm skiptingar í kvöld til að dreifa álaginu: „Við töluðum um það í vikunni að við þyrftum á öllum leikmannahópnum okkar að halda á þessum tímapunkti tímabilsins og sem betur fer erum við með breiðan leikmannahóp og líklegast finnst öllum leikmönnum mínum að þær geta gert tilkall til byrjunarliðssætis. Leikjaprógrammið er eins og það er og við vissum það fyrirfram. Þetta er ekki síst góð æfing fyrir Evrópuleikina sem fram undan eru. Við erum með breiddina og hæfileikana í hópnum og skiptingarnar eru liður í því að halda öllum leikmönnum ferskum.“ Breiðablik er eins og sakir standa með sex stiga forskot á toppnum, hafandi leikið einum leik meira en næstu lið. Aðspurður hvort Breiðablik ætli að stinga af segir Nik fremur jarðbundinn: „Það er gott að fá stig á töfluna en við erum að spila á undan bæði Þrótti og FH og þau lið eiga þ.a.l. leik til góða. Við verðum einfaldlega að halda áfram að skila inn góðri frammistöðu, færa boltann vel og mér fannst við mjög góðar í dag þegar það kom að því að skapa marktækifæri og halda áfram.“
Besta deild kvenna Valur Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Fyrstu viðbrögð Matthíasar Guðmundssonar þjálfara Vals eftir tapið gegn meisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta voru einfaldlega að betra liðið vann. 4. ágúst 2025 20:49 „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. 4. ágúst 2025 20:45
„Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Fyrstu viðbrögð Matthíasar Guðmundssonar þjálfara Vals eftir tapið gegn meisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta voru einfaldlega að betra liðið vann. 4. ágúst 2025 20:49
„Skemmtilegra þegar vel gengur“ Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. 4. ágúst 2025 20:45