Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 11:22 Strangtrúaðir gyðingar biðja við eitt að hliðunum að Musterishæðinni. Gyðingar mega samkvæmt gömlu samkomulagi heimsækja svæðið en ekki biðja þar. AP Photo/Ohad Zwigenberg) Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira