Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 11:28 Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru mjög náin um árabil. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira