Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 19:47 Mættur til Wales. Wrexham Conor Coady er genginn til liðs við Wrexham í ensku B-deildinni. Miðvörðurinn er fyrrverandi landsliðsmaður Englands og á að baki 198 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Wrexham hefur verið duglegt á markaðinum í sumar og er hvergi nærri hætt. Wrexham er snúið aftur í ensku B-deildina eftir 43 ára hlé. Liðið hefur verið átt ótrúlegu gengi að fagna síðan leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið fyrir nokkrum árum. Liðið hefur farið upp um deild undanfarin þrjú ár og hefur sett stefnuna á ensku úrvalsdeildina. Wrexham hefur látið til sín taka í sumar er Coady sjöundi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig. Hinir sex eru: Miðjumaðurinn Lewis O‘Brien kom frá Nottingham Forest og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu Wrexham. Vinstri bakvörðurinn Liberato Cacace kom frá Empoli skömmu áður og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Miðjumaðurinn George Thompson kom frá Bolton Wanderers. Framherjinn Ryan Hardie kom frá Plymouth Argyle. Markvörðurinn Danny Ward kom á frjálsri sölu. Sóknartengiliðurinn Josh Windass kom á frjálsri sölu. Hinn 32 ára gamli Coady skrifar undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Hann kemur frá Leicester City. sem leikur einnig í ensku B-deildinni á komandi leiktíð og er sagður kosta tvær milljónir punda – 329 milljónir íslenskra króna. „Ég er himinlifandi. Þetta er sérstakur dagur,“ sagði Coady við undirskriftina. Hann á að baki 10 A-landsleiki fyrir England og var hluti af enska landsliðinu á EM 2020 og HM 2022. Premier League and international experience in abundance 🫡Find out more about our seventh signing of the summer window 👇🔴⚪ #WxmAFC— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 1, 2025 Wrexham virðist þó rétt að byrja og er tilbúið að eyða enn meiri peningum. Félagið er orðað við Kieffer Moore, landsliðsframherja Wales, og Nathan Broadhead. Sá síðarnefndi er leikmaður Ipswich Town. Hann er sagður kosta 7.5 milljónir punda eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Hann yrði því langdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Wrexham er snúið aftur í ensku B-deildina eftir 43 ára hlé. Liðið hefur verið átt ótrúlegu gengi að fagna síðan leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið fyrir nokkrum árum. Liðið hefur farið upp um deild undanfarin þrjú ár og hefur sett stefnuna á ensku úrvalsdeildina. Wrexham hefur látið til sín taka í sumar er Coady sjöundi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig. Hinir sex eru: Miðjumaðurinn Lewis O‘Brien kom frá Nottingham Forest og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu Wrexham. Vinstri bakvörðurinn Liberato Cacace kom frá Empoli skömmu áður og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Miðjumaðurinn George Thompson kom frá Bolton Wanderers. Framherjinn Ryan Hardie kom frá Plymouth Argyle. Markvörðurinn Danny Ward kom á frjálsri sölu. Sóknartengiliðurinn Josh Windass kom á frjálsri sölu. Hinn 32 ára gamli Coady skrifar undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Hann kemur frá Leicester City. sem leikur einnig í ensku B-deildinni á komandi leiktíð og er sagður kosta tvær milljónir punda – 329 milljónir íslenskra króna. „Ég er himinlifandi. Þetta er sérstakur dagur,“ sagði Coady við undirskriftina. Hann á að baki 10 A-landsleiki fyrir England og var hluti af enska landsliðinu á EM 2020 og HM 2022. Premier League and international experience in abundance 🫡Find out more about our seventh signing of the summer window 👇🔴⚪ #WxmAFC— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 1, 2025 Wrexham virðist þó rétt að byrja og er tilbúið að eyða enn meiri peningum. Félagið er orðað við Kieffer Moore, landsliðsframherja Wales, og Nathan Broadhead. Sá síðarnefndi er leikmaður Ipswich Town. Hann er sagður kosta 7.5 milljónir punda eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Hann yrði því langdýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira