Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Getty/Chip Somodevilla Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira